Réttur


Réttur - 01.07.1951, Blaðsíða 84

Réttur - 01.07.1951, Blaðsíða 84
228 RÉTTUR en flugvél hans hrapaði skyndilega til jarðar rneðan hún sveim- aði yfir flugvellinum. Meðan þessu fór fram skiptu flotamálaráðu- neytið og herforingjaráðið skyndilega um skoðun. Þau höfðu fallizt á þessar ráðagerðir 1. apríl, en næsta dag snerust þau gegn þeim. Hugur þeirra snerist einvörðungu um áhættuna við atlöguna. Þótt Churchill hefði fremur viljað einbeita aðgerðum hersins að Narvík, varð hann æfur af reiði, er hann spurði, hvernig þeim hafði snúizt hugur. í stað þess lagði herforingjaráðið til, að liðið, er á land gekk í Namsósi og Anddalsnesi, yrði elt og hæfi síðan tangarsókn að Niðarósi. í orði voru sigurhorfur þess góðar, því að þýzku her- flokkarnir á þessum slóðum töldu innan við 2 þúsund hermenn, en bandamenn höfðu hins vegar sett á land 13 þúsund hermenn. Vegalengdirnar, er fara þurfti, voru þó alllangar, og hermenn bandamanna höfðu ekki reynzt eins lagnir að yfirstíga torfær- urnar og Þjóðverjar. Sókninni suður frá Namsósi var létt sökum ógnana að baki liðsins af hendi nokkurra lítilla þýzkra herflokka, sem gengu á land nálægt mynni Þrándheimsfjarðar aðeins í skjóli þess eina þýzka tundurspillis, er var á þessum slóðum. Sóknin frá Anddalsnesi, sem sveigja átti til norður í átt til Niðar- óss, snerist fyrr en varði upp í varnarbardaga gegn þýzku herj- unum, er sóttu fram frá Osló gegn um Guðbrandsdalinn og sópuðu Norðmönnum upp í hlíðarnar. Þegar hersveitir bandamanna urðu fyrir miklum loftárásum, en vantaði sjálfar stuðning flughers, skipuðu liðsforingjarnir á staðnum fyrir brottflutning hersins. Síðustu herflokkarnir stigu á skipsfjöl 1. og 2. maí, og drottnuðu þá Þjóðverjar bæði yfir Suður- og Mið-Noregi. Bandamenn einbeittu sér nú að því að ná Narvík á sitt vald, miklu fremur af metnaðarástæðum en sökum þess, að þeir vonuðu enn, að geta hernumið sænsku járnnámana. Fyrstu brezku her- flokkarnir gengu á land þar í grend 14. apríl, en varfærni Mackesys hershöfðingja kom í veg fyrir skyndiáhlaup á Narvík, þrátt fyrir eindregna áeggjan aðmírálsins, Corks lávarðar, sem var fyrir öllum herjunum á þessum slóðum. Jafnvel þegar herinn, er settur hafði verið á land, hafði verið efldur upp í tvö þúsund hermenn,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.