Réttur - 01.07.1951, Blaðsíða 30
174
RETTUR
vitundar félaganna, Helga Hannesson forseta sinn í 3ja manna
„sáttanefnd“, sem ríkisstjórnin setti á laggirnar. Atti hún að vinna
að heppilegri lausn á deilunum fyrir ríkisstjórnina og atvinnu-
rekendur. í henni voru, auk Helga Hannessonar, Benjamín Eiríks-
son, fulltrúi Bandaríkjastjórnar og Kjartan Thors, formaður
Vinnuveitendasambands íslands. Skipun þessarar „sáttanefndar“
var aldrei tilkynnt opinberlega, svo sem venja er þó um sátta-
nefndir í vinnudeilum. Það var ætlun ríkisstjórnarinnar að þessi
nefnd semdi á bak við tjöldin um einhverskonar smánarbætur,
sem klyfu hin skipulögðu samtök verkalýðsfélaganna. Atti þessi
fyrirætlun ríkisstjórnarinnar eftir að koma í dagsljósið eins og
brátt verður vikið að.
Sú afstaða sambandsstjórnar að taka þátt í skipun leyninefnd-
ar ríkisstjórnarinnar á bak við verkalýðsfélögin, var því viðsjár-
verðarí og óafsakanlegri sem verkalýðsfélögin höfðu sýnt henni
sérstaka og óverðskuldaða tillitssemi með því að gefa henni kost á
að tilnefna fulltrúa í samstarfsnefnd sína, þrátt fyrir allt sem
á undan var gengið. Vildu verkalýðsfélögin með því leitast við að
tryggja sem víðtækasta einingu og bezt samkomulag sín megin,
undir þau átök sem voru framundan við samtök atvinnurekenda.
Þegar samningar hófust milli fulltrúa atvinnurekenda og samn-
inganefndar verkalýðsfélaganna hélt leyninefndin sig á næstu
grösum í Alþingishúsinu, en þar fóru samningarnir fram. Eftir
því sem á leið var minni áherzla lögð á að leyna tilveru nefnd-
arinnar og brátt rak að því að hún gaf sig fram sem raunveru-
legan aðilja og umboðsmann ríkisstjórnarinnar í samningunum.
Lengi vel gekk hvorki eða rak og voru margir og langir fundir
haldnir án þess að árangur næðist. Loks á síðasta degi fyrir verk-
fallið buðu atvinnurekendur, í samráði við leyninefndina, að
dýrtíðarvísitalan 1. júní yrði greidd til næstu áramóta, með nán-
ari takmörkunum, og yrðu samningar framlengdir til sama tíma.
Með þessu smánarboði hugðust atvinnurekendur og leyninefndin
að sundra verkalýðsfélögunum, tryggja sér frið yfir mesta anna-
tímann og koma uppsögn samninga á þann árstíma sem er verka-
lýðnum óhagstæðastur. í samninganefnd verkalýðsfélaganna, en