Réttur - 01.07.1951, Qupperneq 31
RÉTTUR
175
hana skipuðu Eðvarð Sigurðsson, Óskar Hallgrímsson, Sigurjón
Jónsson, Björn Bjarnason, Jóhanna Egilsdóttir, Jón Sigurðsson og
Hermann Guðmundsson, gerðist Jón Sigurðsson ákveðinn tals-
maður þess að gengið yrði að smánartilboðinu. Beitti hann öllum
ráðum til að vinna því fylgi en varð ekki ágengt. Aðrir nefndar-
menn töldu slíka uppgjöf fráleita og þótti fulltrúi Alþýðusam-
bandsins illa launa sýndan trúnað með slíkri frammistöðu á ör-
lagastundu í samningunum. Mikið var þæft um þetta fram og aftur
bæði í nefnd verkalýðsfélaganna og milli fulltrúa beggja aðila
og stóð fundur fram undir morgun. Alla þá nótt lét ríkisstjórnin
halda opnu ríkisútvarpinu og spila danslög milli þess sem til-
kynnt var að samningar stæðu yfir og bráðlega mætti vænta
þaðan mikilsverðra tíðinda. Leyndi það sér ekki að þessa nótt
átti að leysa deiluna á gruúdvclli tilboðs atvinnurekenda og að
ríkisstjórnin hafði fyrirfram tryggt sér stuðning fulltrúa Alþýðu-
sambandsins, bæði í leyninefndinni og samninganefnd verkalýðs-
félaganna, til þess að svo mætti verða. Sannaðist nú hverju hlut-
verki leyninefndin átti að gegna; að hún var frá upphafi hugsuð
sem hin raunverulega samninganefnd, af ríkisstjórn, sambands-
stjórn og atvinnurekendum, sem átti að ráða málinu til lykta á
bak við kjörna samninganefnd allra verkalýðsfélaganna. Er slík
frammistaða óþekkt af hálfu forystu heildarsamtaka verkalýðsins
í nokkurri annarri vinnudeilu sem háð hefur verið.
Samtök verkalýðsfélaganna stóðu af sér þessa bakstungu. Daginn
eftir hófst verkfallið sem reyndist algjört og prýðilega skipulagt.
Tilboð leyninefndarinnar og atvinnurekenda var þann dag lagt
fyrir formlegan fund „baknefndarinnar“, en í henni áttu fulltrúa
öll félögin, sem að samkomulaginu stóðu, eins og áður segir.
Barðist nú Jón Sigurðsson fyrir því af enn meiri hörku og heift
en áður að fallizt yrði á smánarboðið óbreytt og beitti öllum ráð-
um til að skapa innbyrðis sundrung og vinna fulltrúa félaganna
á sitt mál. Ekki tókst honum flugumennskan betur en svo að
tilboðinu var hafnað af öllum fulltrúunum.
Eftir þessa afgreiðslu á smánartilboðinu mun ríkisstjórninni og
atvinnurekendum fyrst hafa orðið fullkomlega ljóst við hverja var