Réttur


Réttur - 01.07.1951, Blaðsíða 53

Réttur - 01.07.1951, Blaðsíða 53
tt RÉTTUR 197 * hefði haft djúp áhrif á áheyrendur. Enda tóku nú að renna stórar fjárupphæðir frá hinum ýmsu greinum þungaiðnaðarins í sjóð N asistaf lokksins. Hve stórar þessar upphæðir voru hefir aldrei verið upplýst. Thyssen gaf sjálfur þær upplýsingar, að hann hefði persónulega sjálfur lagt fram eina milljón marka. Annar þýzkur stál- kóngur, Friedrich Flick 240 þúsund. Og síðar var það upplýst að sjálfur Krupp hefði á fáum árum lagt fram 12 millj. marka til áróðursstarfsemi nasistanna. En hann fékk þær áreiðanlega greiddar með góðum vöxtum, því í stríðslok voru eignir hans metnar á 500 millj. dollara. Þá fékk Nasistaflokkurinn einnig stuðning annarsstaðar. Fyrr er minnst á sjálfan risann efnahringinn I. G. Farben. Hann var raunverulega'stofnaður í des. 1925. Stofnféð nam 616 millj. marka, árið 1939 var það komið upp í 720 millj. 1942 nam það 1400 millj., hafði þá tvöfaldast síðan í stríðsbyrjun og í stríðslok nam það 6000 millj., hafði þá meira en fjórfaldast eftir 1942. Þessir aðilar græða á styrjöldum hver sem vinnur sigur. Þessi tröllaukna sam- steypa gerðist frá byrjun annar aðal stuðningsaðili Hitlers hlið- stætt iðnaðarkóngunum í Ruhr. Það var því ekki þýzka þjóðin, ekki almenningur í Þýzkalandi, sem kjöri Hitler til forustu og kom styrjöldinni af stað. Það voru þessir herrar, auðkóngarnir, handhafar einokunarfjármagnsins, sem það gerðu, en þó í bróður- legri samvinnu við stéttarbræður sína bæði í Vestur-Evrópu og Ameríku. Þeirri samvinnu skal betur lýst síðar. ★ Hinir borgaralegu stjórnmálaleiðtogar lýðræðisríkjanna voru ekki alveg saklausir heldur. Ég nefndi áðan nokkur dæmi um ráðagerðir þeirra fyrir 1930. En hvernig var framkoma þeirra á sjálfu Miinchentímabilinu? í marzmánuði 1933 lagði hinn brezki forsætisráðherra Mac Donald það til að þýzkaland mætti tvöfalda herstyrk sinn. Það var fyrsta handtakið og nú var Hitler kominn til valda. 16. marz 1935 framkvæmdi Hitler sína stóru byltingu gagnvart Versalasamningunum, lýsti yfir nýrri hervæðingu: ákvað her-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.