Réttur


Réttur - 01.07.1951, Side 53

Réttur - 01.07.1951, Side 53
tt RÉTTUR 197 * hefði haft djúp áhrif á áheyrendur. Enda tóku nú að renna stórar fjárupphæðir frá hinum ýmsu greinum þungaiðnaðarins í sjóð N asistaf lokksins. Hve stórar þessar upphæðir voru hefir aldrei verið upplýst. Thyssen gaf sjálfur þær upplýsingar, að hann hefði persónulega sjálfur lagt fram eina milljón marka. Annar þýzkur stál- kóngur, Friedrich Flick 240 þúsund. Og síðar var það upplýst að sjálfur Krupp hefði á fáum árum lagt fram 12 millj. marka til áróðursstarfsemi nasistanna. En hann fékk þær áreiðanlega greiddar með góðum vöxtum, því í stríðslok voru eignir hans metnar á 500 millj. dollara. Þá fékk Nasistaflokkurinn einnig stuðning annarsstaðar. Fyrr er minnst á sjálfan risann efnahringinn I. G. Farben. Hann var raunverulega'stofnaður í des. 1925. Stofnféð nam 616 millj. marka, árið 1939 var það komið upp í 720 millj. 1942 nam það 1400 millj., hafði þá tvöfaldast síðan í stríðsbyrjun og í stríðslok nam það 6000 millj., hafði þá meira en fjórfaldast eftir 1942. Þessir aðilar græða á styrjöldum hver sem vinnur sigur. Þessi tröllaukna sam- steypa gerðist frá byrjun annar aðal stuðningsaðili Hitlers hlið- stætt iðnaðarkóngunum í Ruhr. Það var því ekki þýzka þjóðin, ekki almenningur í Þýzkalandi, sem kjöri Hitler til forustu og kom styrjöldinni af stað. Það voru þessir herrar, auðkóngarnir, handhafar einokunarfjármagnsins, sem það gerðu, en þó í bróður- legri samvinnu við stéttarbræður sína bæði í Vestur-Evrópu og Ameríku. Þeirri samvinnu skal betur lýst síðar. ★ Hinir borgaralegu stjórnmálaleiðtogar lýðræðisríkjanna voru ekki alveg saklausir heldur. Ég nefndi áðan nokkur dæmi um ráðagerðir þeirra fyrir 1930. En hvernig var framkoma þeirra á sjálfu Miinchentímabilinu? í marzmánuði 1933 lagði hinn brezki forsætisráðherra Mac Donald það til að þýzkaland mætti tvöfalda herstyrk sinn. Það var fyrsta handtakið og nú var Hitler kominn til valda. 16. marz 1935 framkvæmdi Hitler sína stóru byltingu gagnvart Versalasamningunum, lýsti yfir nýrri hervæðingu: ákvað her-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.