Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1987, Page 148

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1987, Page 148
Jónas Guömundsson rithöfundur Hafa íslenskir sjó- menn þarna gegnt hlutverki brautryöj- andans aö sumu leyti, og þeir hafa haftáhrifá þá mannúöarstefnu sem nú hefur veriö fylgt f aö skapa at- hvarf fyrir fólk aö afloknum starfsdegi, en viö hraöa breyt- ingu á þjóöháttum, gleymdist gamla fólkiö. 148 VÍKINGUR Sjómannadagurinn og Hrafnistuheimilin Farmanna- og fiskimannasamband íslands hefur aldrei veriö beinn aöili aö Sjómannadeginum né Hrafnistuheimilunum. Samt liggja þræöirnir svo þétt saman aö erfitt er aö greina þar á milli. Þaö voru sömu menn sem stóöu aö stofnun Sjómannadagsins og FFSÍ ínafni sömu félaga og á sama tíma. Enginn kunni aö segja þá sögu betur en Jónas Guömundsson rithöf- undur. Af þessum ástæöum endurprentum viö nú frásögn Jónasar af tilurö Sjómannadagsins og Hrafnistu, sem hann skrifaöi fyrir Víkinginn fyrir nokkrum árum og var þá birt. Ritstj. Sjómannadagurinn Þegar leitað er upphafsins að Hrafnistuheimilunum tveim, Hrafnistu i Reykjavik og Hrafnistu i Hafnarfirði, þá eru fyrirmyndir eigi auðfundnar, hvorki af heimilunum, né af sjálfum sjómannadeginum, þvi hann er islenskur dagur og eini almenni hátiðisdagurinn sem bæst hefur við á íslandi á öldinni að heita má. Dvalar- heimilin voru lika einstök, eins og sjómannadagurinn. Þetta kann að þykja mikil fullyrðing, hið fyrrnefnda, þvi auðvitað voru til vistheimili fyrir aldraða áður, eða elli- heimili, en Hrafnistuheimilin voru liður i nýjum tökum á öldrunarmálum á Islandi. Hafa islenskir sjómenn þarna gegnt hlutverki brautryðjandans að sumu leyti, og þeir hafa haft áhrif á þá mannúðarstefnu sem nú hefur verið fylgt i að skapa athvarf fyrir fólk að af- loknum starfsdegi, en við hraða breytingu á þjóháttum gleymdist gamla fólkið. Átti oft ekkert skjól, einkanlega i þétt- býli, þar sem fjölskyldan breyttist fyrst og verklagið, og siðan komu sveitaheimilin að fólki i sveitum stórfækkaöi en vélar komu í staðinn, og þá varð örðugra að sjá um aldrað fólk. Ekki er rúm til þess að rekja þessa þjóðfélagsþróun hér, en þar eð sjómannadagurinn og hugsjónir hans, Hrafnistu- heimilin, eru svo samofin, að eigi verða sundur skilin verður að segja frá upphafi sjó- mannadagsins, til þess aö sagan komisttil skila. Þótt til væru ýmsir merkis- dagar i sjómennsku viö Island, eins og kyndilmessan, en þá skyldu menn komnir að keip- um sinum á vetrarvertíð, og eins lokadagurinn 1. mai, var aldrei um eiginlega hátiðis- daga að ræða, þvi þjóðin átti ekki afmarkaða, eða skil- greinda, sjómannastétt. is- lenskir sjómenn voru bændur og vinnumenn þeirra. Og það var ekki fyrr en með þilskipun- um og myndun þéttbýlis, sem íslendingar eignuðust raun- verulega sjómannastétt. Þó voru islendingar auðvitað sjó- menn. Landnámsmenn voru sjó- menn og bændur i senn. Án þekkingará sjómennsku hefði landiö ekki verið byggt með þeim hætti, sem raunin varð á. Hafa fræöimenn bent á þetta, þar á meðal dr. Kristján Eld- járn, forseti íslands. T.d. i grein er hann ritaöi í Sjó- mannadagsblaðið árið 1977, en þar segir: „Sjómannastéttin er ekki gömul sem skýrt afmörkuð þjóðfélagsstétt. Það er ekki ýkja langt siðan allir sjómenn voru öðrum þræði sveita- menn, bændurog vinnumenn, og þeir sem muna aftur fyrir heimsstyrjöldina miklu bera sér glöggt í minni hvernig fólk i sjávarplássum stundaði sjó og rak jafnframt smábúskap og lét þetta tvennt fylla hvort annaö upp og hafði þannig til hnifs og skeiðar. Þetta voru síðustu leifarnar af ævagömlu fyrirkomulagi, þvi að enda þótt raunveruleg sjómannastétt sé ekki gömul þá er aftur á móti sjómennsk- an jafngömul þjóöinni sjálfri og miklu eldri þó, þvi forfeöur vorir í Noregi voru sjóbændur sem þekktu sjóinn í norður- höfum, þekktu bjargræði hans og um leið áhættuna sem taka varð til að ná þvi. Þá áhættu þorðu þeir að taka þótt þeim væri Ijóst hvaða fórnir gat þurft að færa, annars hefðu þeir aldrei komist hingað út til að byggja og nema þetta land. Og vissulega hafa þeir ekki verið marga daga hér i landinu áöur en þeir fóru að kanna fiskimiðin fyrir ströndum þess. Stundum segja menn þegar þeir hugsa til frumbýlingsára landnámsmanna, að óskiljan- legt sé hvernig þeir hafi get- aö lifaö fyrsta árið eða fyrstu árin, meðan bústofninn var aö
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.