Náttúrufræðingurinn - 1968, Síða 7
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
115
Rannsóknir hans voru vel skipulagðar og hnitmiðaðar, aldrei handa-
hófskenndar. Ritgerðir hans voru því ekki þurr, grautarleg upp-
talning á staðreyndum án -sýnilegs tilgangs, heldur voru settar þar
fram ákveðnar hugmyndir eða kenningar, studdar markvissum rök-
um. Hrifningu hans yfir viðfangsefninu mátti lesa milli lína.
Fyrsta vísindarit Hermanns var magisterritgerð hans, en hún
íjallaði um botndýr í Faxaflóa. Þessi rannsókn var einn þáttur í
víðtækum athugunum í Faxaflóa á vegum sérstakrar nefndar, er
skipuð var innan Alþjóðahafrannsóknaráðsins lil þess að fjalla um
Imgsanlega lokun liryggningarsvæða í Faxaflóa.
Að loknu magistersprófi hélt Hermann áfram að starfa við dönsku
hafrannsóknastofnunina í Charlottenlund og tók nú að rannsaka
þann mikla efnivið, sem dönsk rannsóknaskip höfðu safnað um Ijós-
átu í Norður-Atlantsliafi. Á grundvelli þessara rannsókna ritaði
hann stóra monografíu, „Euphausiacea. I. Northern Atlantic.
Species“, sem hann varði til doktorsprófs við Kaupmannahafnar-
háskóla árið 1945. í þessu riti er gerð ýtarleg grein fyrir vexti
ljósátulirfa, líffræði tegundanna, dreifingu og ,,ekologiu“. Að dómi
sérfræðinga er þetta grundvallarrit hið merkasta, og hlaut Her-
mann fyrir það mikið og verðskuldað loí.
í ritsafninu Zoology of Iceland birti Hermann ritgerð um skráp-
dýr (Echmodermata), og í kjölfar hennar fylgdi rit um sandsíli við
ísland, Færeyjar og Vestur-Grænland. Ýtarleg könnun á útbreiðslu
fiskseiða hér við land var eitt af mestu hugðarefnum Hermanns,
og þar hefur hann lagt meira af mörkum en nokkur annar. Arið
1956 kom út eftir hann merk ritgerð um magn og dreifingu síldar-
seiða á íslenzkum hafsvæðum og nokkru síðar önnur um karfaseiði
á íslenzka landgrunninu og í Grænlandshafi. Um síldarrannsóknir
sínar birti hann fjölda greina. í einni þeirra („Racial Analysis of
Icelandic Herring by Means of the Otoliths“) lýsti hann nýrri að-
ferð við greiningu síldarkynja. Vakti hún mikla athygli og var tek-
in upp víða á erlendum hafrannsóknastofnunum. Hann skrifaði
einnig um rannsóknir sínar á skarkola, rauðátu og um sjófræði.
Eftir dvöl sína í Tyrklandi ritaði hann um svifdýr og ansjósu í
Svartahafi, og meðal seinustu verka hans má nefna ritgerðir um
rannsóknir lians við strendur Perú.
Þótt ritgerðir Hermanns hafi þannig fjallað um hin ólíklegustu
efni, er þeim þó öllum það sameiginlegt, að livergi er slakað á vís-