Náttúrufræðingurinn - 1968, Síða 8
1 Ifi
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
indalegum kröfum. Eins og títt er um marga hugmyndaríka vís-
indamenn, setti Hermann fram margar djarflegar tilgátur, er sum-
ar hverjar vöktu umræður og deiiur fræðimanna. Ályktanir hans
höfðu því einnig gildi að því leyti, að þær örvuðu aðra vísindamenn
til frekari rannsókna. Auk fræðirita skrifaði Hermann fjölda alþýð-
legra greina í innlend hliið og tímarit. Hann var mikill áhugamað-
ur um stækkun landhelginnar og skrifaði um þau mál athyglis-
verðar greinar á árunum 194(5 og 1947. Mun hann hafa verið meðal
fyrstu manna hér á landi, sem létu opinberlega í ljós þá skoðun, að
okkur íslendingum bæri að stefna að því að fá alþjóðlega viður-
kenningu á rétti okkar til landgrunnsins kringum allt land. Eins og
ávallt, lærði Hermann þar gild rök fyrir máli sínu.
Auk rannsókna sinna á Fiskideild gegndi Hermann ýmsum öðr-
um störlum hér á landi. Hann var ritstjóri Náttúrufræðingsins á
árunum 1950, 1951, 1954 og 1955 og kenndi náttúrufræði við
Menntaskólann í Reykjavík 1954—1956 og 1958—1959. Hann átti
sæti í stjórn Vísindasjóðs og var kjörinn í Vísindafélag Islendinga.
Á alþjóðavettvangi naut Hermann mikils álits meðal fræði-
manna. Hann sótti fjölda ráðstefna um liskifræði og hafrannsóknir
bæði í Evrópu og vestan hafs og flutti erindi og fyrirlestra um rann-
sóknir sínar. Var oft til hans leitað um stjórn á vísindalegum um-
ræðum. Sumarið 1966 var haldin í Moskvu alþjóðleg ráðstefna haf-
fræðinga, einhver sú fjölmennasta, sent til hefur verið stofnað, og
sóttu hana fræðimenn hvaðanæva að úr heiminum. Þar var Her-
manni falið að stjórna þeim fundum, er fjölluðu um áhrif liaf-
strauma og ástand sjávar á útbreiðslu tegunda. Sýnir það bezt það
traust, er hinir færustu sérfræðingar á sviði hafrannsókna báru til
hans.
Þótt Hermann væri langdvölum við rannsóknastörf erlendis hin
síðari ár, var hann mikill íslendingur. Þeim, er þetta ritar, er kunn-
ugt um, að hvergi myndi hann fremur hafa kosið að starfa en hér,
hefðu honurn verið búin þau skilyrði, sem voru við hæfi mennt-
unar hans og þekkingar. Sennilega myndu miklir hæfileikar hans
hafa notið sín bezt í stöðu yfirmanns háskólastofnunar og leiðbein-
anda ungra og efnilegra vísindamanna. Ef komið hefði verið á fót
sjávarlíffræðistofnun við ITáskóla íslands, hefði enginn verið sjálf-
sagðari stjórnandi hennar en Hermann Einarsson.
Hermann Einarsson var mikill persónuleiki. Á mannfundum lét