Náttúrufræðingurinn - 1968, Síða 13
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
121
Samkvæmt mælingum Sigurjóns Rists á þversniði og halla hlaup-
farsins undir Markarfljótsbrú (24 km neðan við upptök þess) nam
mesta rennsli hlaupsins þar um 2100 m3 á sek. og hlaupvatnið í
heild 1,5—2,5 milljónum m3 (hvort tveggja að frádregnu rennsli
Markarfljóts fyrir og eftir hlaup). Þetta er aðeins brot af því rúm-
máli hlaupsins, sem verksummerki á Steinslioltsjökli og við ofan-
I. myncl. Dalurinn milli Eyjafjalla og Fljótshlíðar. Hlaupfarið frá Innstahaus í
Steinsholti niður fyrir Markarfljótsbrú er merkt með örvum. Ferhyrndir deplar
merkja bæi og „hrífuhausar" varnargarða.
Fig. L The valley of Markarfljót. — Arrows, track of the hlaup. Toothed double-
lines, artificial walls. Small black quadrangles, farms.
verða Steinsholtsá benda til. Sá stærðarmunur er eitt af því, sem
bendir til, að við Steinsholtsá liali ekki verið um eiginlegt vatns-
lilaup að ræða, heldur það, sem hér verður kallað „gusthlaup“.
Hinn þríþætti náttúruviðburður — bergskriða, gusthlaup og
vatnsflóð — sem hér verður frá sagt, er sérstæður og verðskuldar
meiri athygli en hann hefur vakið. í þessari grein, sem ber með
sér og geldur þess, að höfundurinn er hvorki eðlisfræðingur né
stærðfræðingur, er fyrst og fremst saman tekinn vitnisburður sjón-
arvotta og lýst verksummerkjum, en einnig látið freistast til skýr-
inga. Þær skýringar bið ég mér lærðari menn lesa með gagnrýni.