Náttúrufræðingurinn - 1968, Síða 14
122
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Miklar þakkir kann ég eftirtöldum aðilum fyrir samvinnu og að-
stoð við rannsókn á Steinsholtshlaupinu: Eyfellingum og Fljóts-
lilíðingum, fleirum en liér verður síðar getið, fyrir margs háttar
fræðslu og fyrirgreiðslu; einnig mörgum, sem hafa sent mér gamlar
og nýjar ljósmyndir af Steinsholti, en verða hér fæstir nafngreindir;
stjórn Surtseyjarfélagsins og þeim Sigurði Þórarinssyni jarðfræð-
ingi og Agnari Kofoed-Hansen flugmálastjóra fyrir flugfar til
Steinsholts; Ragnari Stefánssyni jarðskjálftafræðingi, fyrir tíma-
setningu hlaupsins; Ágúst Böðvarssyni forstöðumanni Landmæl-
inga fslands, fyrir að gera ný kort af Steinsholti, og stjórn Minn-
ingarsjóðs Eggerts Ólafssonar, l'yrir að kosta teiknun þeirra korta,
og síðast en ekki sízt Sigurjóni Rist vatnamælingamanni Orkustofn-
unar fyrir mælingu á hlaupfarinu og útreikninga á stærð hlaupsins
í Markarfljóti.
Staðhættir
Vettvangur þeirra náttúruhamfara, er hér verður frá sagt, er
hinn mikli dalur, sem skerst austur inn á milli Eyjafjalla að sunn-
an og Fljótshlíðar að norðan, en eftir honum rennur Markarfljót
um Markarfljótsaura, sem þekja dalgrunninn því sem næst fjalla á
milli. Dalurinn er nafnlaus, en við skulum hér kalla hann Markar-
fljótsdalinn til að komast hjá skilgreiningu í hvert sinn, sem hans
verður getið. Nánar tiltekið urðu upptök þessara viðburða og rnesta
jarðraskið í austurhlíð fjallsins Innstahauss í Steinsholti. En Steins-
holt er nafn á um 5 km löngum kafla af suðurhlíð Markarfljótsdals-
ins, þ. e. norðurhlíð Eyjafjalla. Öll er sú hlíð brött og hrikaleg,
og í Steinsholti er hún 800—900 m há y. s. og 650—750 m y. Mark-
arl'l jótsaura. En upp af brún Steinsholts rís aftur með minni og
jafnari halla hin jökulbrynjaða eldkeila Eyjafjallajökuls upp í 1666
m hæð y. s. Þaðan teygjast tveir skriðjöklar ofan hlíðina, hvor sín-
um megin við Steinsholt, og endar nú hvor í sínu lóni við fjallsræt-
urnar. Hinn fremri (vestri) heitir Falljökull („Gígjökull" á sumurn
kortum), en Iiinn innri, sem nefnist Steinsholtsjökull og hér kem-
ur meir við sögu, liggur fast með austurhlíð Innstahauss í Steins-
holti og skilur það frá Skaratungum.
Venjulegasta leið inn í Þórsmörk liggur yfir útfall lónsins við
sporð Falljökuls, og blasir sá jökull þar við vegfarendum. Miklu
minna ber á Steinsholtsjökli. Hann hverfur á bak við lágan fjalls-