Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 18
] 26
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
3. mynd. Steinsholtslón og Steins-
holtsjökull J9(i5. — Ljósm. Eyjólfur
Halldórsson.
Fig. 3. The snout oj Steinsholts-
jökuU in 1965.
holtslón við sporð hans, og náð þaðan langt vestnr eftir Steinshohs-
dal, sennilega um 1500 m fram fyrir núverandi jökulsporð. Þegar
land var mælt, 1907, hefur Steinsholtsjökull rýrnað svo, að hann
rúmast allur í dal sínum, en nemur þó við brún hans vestan undir
Rjúpnafelli. 1928 liefur hann enn rýrnað lítið eitt (samkv. ljósmynd-
um Ingólfs ísólfssonar), en nokkru meir 1951, og hylur þó enn
allt núverandi lónstæði. En næstu ár hörfar hann óðum, og 1960
er lónið myndað og jökullinn mjög kominn í núverandi horf (sjá
2. og 3. mynd). Ljósmyndir teknar 1960 (Ingólfur og Landmælingar
ísk), 1961 (Jónas Magnússon) og 1963 (Eyjólfur Halldórsson) sýna
enga verulega breytingu á legu jökulsporðsins né á stærð og lögun
lónsins framan við hann. Vatnsborð lónsins lá þá í 245 m liæð y. s.
En 1965 hefur jökullinn aftur gengið lítið eitt fram skv. yngri
ljósmyndum (Eyjólfur).
Dalurinn, sem Steinsholtsjökull liggur í, sver sig í ætt jökul-
urinna dala. Öll austurhlíð hans, þ. e. vesturldíð Skaratungna, er
sléttur og hvelfdur móbergsflái, illgengur vegna bratta og þó
ataður jökulruðningi. Vesturhlíðin, sem er austurhlíð Innstahauss,
er miklu hærri og brattari. Hún gerbreyttist við hrunið 15. janúar
1967. Þær ljósmyndir, sem mér hefur tekizt að afla mér af þessari
hlíð og teknar eru áður en hún hrundi, eru af skornum skammti,
flestar teknar langt að, innan tir Þórsmörk, aðrar í slæmu skyggni.
Mest er að græða á flugmyndum Landmælinganna frá 1960. Að