Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 21

Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 21
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 129 Háltri annarri klst. eftir að sást lil hlaupsins frá Barkarstöðum, kom frambrún þess að Markarfljótsbrú. Brúin er 238 m löng og hvílir á 11 stöplum auk sporðstöplanna. Þegar meðalvatn er í Fljót- inu, er hæð frá vatnsfleti upp að bitunum undir brúnni urn 2,3 m og oftast Jágar sandeyrar upp úr vatni undir verulegurn hluta brúarinnar, en þær hverfa í vatnavöxtum. Á býlinu Brú rétt við eystra brúarsporðinn búa Eysteinn Einarsson vegaverkstjóri og Jensína Björnsdóttir húsfreyja, og eru þau heimildarmenn mínir að því sem þar gerðist í hlaupinu. Hlaupsins varð ekki vart á Brú fyrr en það brunaði þar fram hjá nreð miklum gný laust eftir kl. hálffjögur. Mun frambrún þess hafa farið undir brúna mjög nálægt kl. 15,35. Dimmt var yfir og tekið að rökkva (sólarlag skv. almanaki um kl. 15,20), svo að illt var til athugunar á hlaupinu, sem auk þess kom með öllu fyrirvara- laust og ógnaði bæði bænum og brúnni, fólki og fénaði. Flóðið virtist ná hámarki mjög skönnnu (fáeinum mínútum?) eftir að frambrún þess fór hjá. Einnig virtist það þverra snögglega. Kl. 16 virtist því lokið og Fljótið aftur komið í samt lag. Allar þessar athuganir eru ónákvæmar, enda ekki við öðru að búast eftir ástæð- um. En eftir því sent næst verður komizt, stóð hlaupið yfir í 15—20 mínútur. Meðan flóðið var mest náðu öldutoppar þess upp á bitana undir brúargólfinu, þ. e. um 2,3 m yfir venjulegt vatnsborð. Tómar tunnur, sem hlaupið tók með sér af bakkanum skannnt fyrir ofan brúna, rákust þar upp undir og buldi í. Enginn jaki sást í hlaupinu hjá Markarli jótsbrú, og engin jakahrönn lá eftir í farvegi þess þar niður frá. Markarli jótsbrú varð ekki fyrir neinum skemmdum í hlaupinu og ekki heldur varnargarðurinn, sem liggur frá ytra brúarsporðinum upp í Stóru-Dímon. Flóðið nam við brún þess garðs, en mun hvergi hafa runnið yfir hann. Aftur á móti rann á kafla yfir stuttan varnargarð upp frá eystra brúarsporði og gróf lítið eitt ofan af honum. Eins og fyrr segir, greindist hlaupið í tvennt undir Þórólfsfelli. Leið syðri kvíslarinnar olan eftir Markarfljóti fram að brú er um 15 km. En leið hinnar, sem féll yfir Þórólfsfellsgarðinn, vestur undir Háamúla og loks suður yfir aura í Markarfljót, er um 3 km lengri og væntanlega ógreiðari, og hlýtur hlaupið að hafa verið nokkru lengur þá leiðina. Af þeim sökum hefði þess verið að vænta, að hjá
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.