Náttúrufræðingurinn - 1968, Qupperneq 24
N ÁT T Ú R U F RÆÐIN G U R I N N
132
— í farvegi hlaupsins lyrir neðan Fagraskóg er öll franr borin í
hlaupinu.
í Jressari ferð gengunr við Árni krókaleiðir upp eftir hlaupfarinu
nreð Steinsholtsá frá Fagraskógi langleiðina að Steinsholtslóni, þar
upp á Suðurhlíðar og að rótum Rjúpnafells. Veður og skyggni
nrátti heita gott, en þó nokkur rigningarhraglandi. Nýi snjórinn,
senr glapti nrér sýn í flugferðinni, var nú horfinn að kalla af lág-
lendinu, en skriðjökulstungan, sem öll virtist umrótuð, var enn
svo snjóug, að illt var að sjá, hvað Jrar var urð og hvað hrönn eða
blanda af lrvoru tveggja. Hrunstálið mikla í Innstahaus var nú
alautt og skar sig glöggt úr í snjóugri hlíðinni, og ekki leyndi sér,
að urðarbingurinn við rætur þess var þaðan ættaður. Skal nú ekki
fjölyrt um athuganir okkar Árna þenna dag, því að ég athugaði
allt betur síðar, en þess urðum við fullvissir, að upphaf náttúru-
hamfaranna 15. janúar var hrunið í Innstahaus, en hlaupið í Steins-
Iioltsá og Markarfljóti afleiðing hrunsins eða framhald þess í breyttri
mynd.
Um næstu helgi, 29. janúar, kom mikill fjöldi ferðafólks að
Steinsholtsjökli. Flestir komu á vegum Ferðafélags íslands, og var
ég með í þeim hópi, en Jóhannes Kolbeinsson fararstjóri. Var þá
enn mjög líkt umhorfs og viku áður, en enginn tími til nýrra at-
hugana.
Næst J>egar ég kom í Steinsholt, með Ferðafélaginu 25. febrúar
var kominn allmikill snjór, en auk þess bylur, og varð ekkert athugað
aðgagni. Varð nú að fresta nánari könnun til vors.
Á hvítasunnudag, 14. maí, vorum við fjórir saman í Steinsholti.
Samferðamenn mínir voru þeir Alfreð Árnason Irá Stóru-Mörk og
Ólafur Briem, báðir menntaskólakennarar á Laugavatni, og í Stóru-
Mörk bættist Árni bóndi í hópinn. Við gengum þá um skriðjökuls-
tunguna, svo langt upp sem hún hafði umrótazt, og unr urðarbinginn
nýja undir hrunstálinu í Innstahaus. Veður var gott, snjólaust að
kalla á allri leið okkar, og sást nú margt betur en áður.
29. júní—2. júlí lá ég við einn inni í Fagraskógi (lfi. mynd) við
nánari athuganir og gekk þá m. a. upp á Innstahaus. Þar með eru
taldar mínar rannsóknarferðir í Steinsholt. En eftir er að geta
annarra athugana, sem sízt voru ónauðsynlegri.
Sigurjón Rist, vatnamælingamaður Orkustofnunarinnar, mældi
7.—8. júlí snið og halla hlaupfarsins bæði hjá Markarfljótsbrú og