Náttúrufræðingurinn - 1968, Side 26
134
NÁTTÚRUFRÆBINGURINN
Taíla I. Ferð hlaupsins frá upptökum að Markarfljótsbrú
Table I. Advance of the hlaup down to Markarfljótsbrú
I II III IV V IV
Staðanöfn — l’lace Names ... .. . km mín. km mín. m/sek. km/klst.
Innstihaus Innstihaus—Þórólfsfell 0 0 9,5 18 8,8 32
Þórólfsfell Þórólfsfell Markarfljótsbrú . .. . .. . 9,5 18 15 90 2,8 10
Markarfljótsbrú Innstihaus Markarfljótsbrú . . . . . . 24,5 108 24,5 108 3,8 13,6
1: athugunarstaðir og kaflar á milli þeirra, II: leið frá upptökum bergskrið-
unnar, III: tími frá byrjun, IV: lengd kafla, V: tími á kafla, VI: meðalhraði
á kafla.
I, observation localities atul intervening sections; II, distance frorn the rocli-
slide scar; III, time from tlie set off of the rockslide (minutes); IV, length of
seclion; V, interval (minutes); VI, average velocity (metres per second and
kilometres per hour).
Ragnar telur hraða þessara yfirborðsbylgna um 2 km/sek. Sam-
kvæmt Jrví liófst jarðraskið sem þeim olli (75 km frá athugunarstað)
kl. 13,47,17. En hér er ástæðulaust að telja tíma nákvæmar en í
mínútum, og verður þá upphaf jarðhræringanna tímasett kl. 13,47.
Við vitum nú af athugunum sjónarvotta, að hraði hlaupsins ofan
eltir Markarfljóti frá Þórólfsfelli fram að Brú var um 10 km á klst.
að meðaltali. Enn fremur gefur titringurinn kl. 13,47 í skyn, að á
elri kaflanum, frá Innstahaus að Þórólfsfelli, hafi meðalhraðinn ver-
ið liðlega Jrrefalt meiri (sbr. töflu I). Þetta er í alla staði svo eðlilegt,
að ég tel mega hafa fyrir satt, að hinn óvenjulegi jarðtitringur hafi
orðið samtímis hruninu í Innstahaus og af Jress völdum.
Farvegur hlaupsins frá upptökum til Markarfljóts
/. Brolsárið
Brotsárið eftir lirunið úr Innstahaus er 975 m langt bergstál eltir
endilangri austurhlíð fjallsins og því nær beint í stefnu N-S, nema
livað suðurendinn sveigir lítið eitt til austurs. Stálið er hæst nálægt
miðju, um 270 m yfir urðina, sem úr því hrundi, og 320 m yfir