Náttúrufræðingurinn - 1968, Síða 27
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
135
4. mynd. Ummerki hlaupsins séð af Suðurhlíðabrún, teiknuð eftir ljósmyndum,
en þó þannig, að snjó vetrarins 1966—67 er sleppt. a: lirunstál; b: hrunurð;
c: brotsár í jökli; cl: hlaupurð á jökli; e: hrannarrák á hlaupmörkum; f: skriðu-
fótur, myndaður eftir framhlaupið; g (á forgrunni): jakar á hlaupmörkum;
h: Steinsholtslón.
Fig. 4. The fresh traces of the rockslide from Innstihaus, drawn from photo-
graphs, excluding the snoiu cover. — a, scar on the mountain side; b, heap of
debris consisting of large blocks; c, verlical wall of ice cut by the rockslide;
d, debris of rock and ice covering the glacier; e, debris of ice fringing the
transgressed area; f, scree formed after the rockslide; g, ice blocks bordering the
flood track; h, the lake Steinslioltslón.
skriðjökulinn, en brún þess 720 m. y. s. Þaðan er þverhnípt að kalla
meira en 100 m niður, en úr því vaxandi flái niður að rótum. Meðal-
halli frá brún að rótum er urn 67°. Af því að þetta bergstál er óveðr-
að og slétt, ber þar fremur lítið á lagskiptingu bergsins. Má þó vel
greina tilsýndar, að berglögunum hallar þar norður eins og víðast
hvar annars staðar í Steinsholti.
Hinn 2.3. janúar, átta dögurn eftir hrunið mikla, hafði þegar
mynda/.t dálítill skriðufótur (f. á 4. mynd) upp að bergfláanum neðst
í hrunstálinu vegna grjóthruns, sem síðar hefur orðið smátt og smátt.
Ekki sáum við Árni Sæmundsson samt neitt hrynja úr því þenna
dag. En í hvert skipti, sem ég hef komið þarna síðan, var þar iðulegt
grjóthrun, enda hefur skriðufóturinn farið sístækkandi.