Náttúrufræðingurinn - 1968, Síða 31
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
139
metra að þvermáli. Á sumum þeirra má finna skófir, mosa o. fl.
merki þess, að þau séu úr fyrrverandi yfirborði fjallsins, sem hrundi.
Slík yfirborðsmerki fann ég þó aðeins í þeim helmingi hrunurðar-
innar, sem nær liggur hrunstálinu, og mest gætir þeirra rétt framan
við skriðufótinn. Milli hans og urðarinnar er óslitin skora eða leynir,
þar sem gangfæri er miklu skárra en í urðinni. Brekkan af urðinni
niður í leyninn er á kafla tiltölulega slétt, þakin þunnum mel með
talsverðum gróðri, mosa og jafnvel grastóm, en undir li’ggur kubba-
berg sams konar og í fjallsbrúninni hæst í hrunstálinu fyrir ofan.
Þetta kubbaberg myndar stærstu samfelldu bergflikkin í öllum
urðarbingnum og skipta sum tugurn metra að þvermáli. Ekki er um
að villast, að Jrau hafa runnið niður brotsárið án þess að byltast
nokkuð í fallinu. Upphaflegt yfirborð þeirra veit enn upp. Öll eru
þau krosssprungin, en þó heilleg að því leyti, að hrotin falla saman.
Mest her á sprungunum í gróðursverðinum, sem var eflaust harðfros-
inn, þegar hrunið varð (10. mynd). Auk mosa og grass er í þessu
^ y-s. m y.S..
-300
7. jnynd. Snið yíir Steinsholtsjökul milli Innstahauss (t. h.) og Skaratungna (t. v.
A-B á 8. mynd). — a: brotsár í bergi; aj.: brotsár í jökulís, íuðningi og skriðu;
b: hrunurð; c: hlaupurð, grjót og ís; cj: hrönn á lilaupmörkum; d: hrunstál;
dj: skriðflötur; e: skriðjökull; f: skriðufótur, myndaður eltir framhlaupið;
g: fjallshlíðin fyrir hrun. Hæð og lengd í sama mælikvarða.
Fig. 7. Section along A-lí in Fig. 8. — a, scar left on the mountain side, removed
rock; a\, removed ice, moraine and talus; b, heap of rock debris; c, sheet of
debris, consisting of rock and ice, covering the glacier; c\, wall of ice blocks
marking the border of the lilaup track; d, new cliff formed by the rockslide;
d\, slide plane; e, glacier; f, scree, deposited gradually after the rockslide;
g, the mountain slope bcfore tlie rockslide; m. y. s., metres above sea level, true
scale.