Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1968, Síða 34

Náttúrufræðingurinn - 1968, Síða 34
142 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Brotsár hinna fornu framhlaupa eru flest hátt uppi í hlíðum eða uppi við brún, en þess munu fá dæmi eða engin, að þau nái alveg niður að rótum (svo kynni þó að vera sums staðar þar sem urðin hylur neðanvert brotsárið, t. d. í Öxnadal). Aftur á móti er bersýni- legt, að brotsárið í Innstahaus tekur til allrar hlíðarinnar frá brún niður að rótum. Og meira að segja, ef við teljum hlíðarræturnar vera við yl irborð Steinsholtsjökuls (en ekki við botn hans), þá liggur skriðflöturinn enn dýpra, því að ísspilda ofan af jöklinum hefur einnig kastazt fram. En þessi neðsti hallalitli eða lárétti hluti skrið- flatarins er allur hulinn aí: hlaupurðinni, og því óvíst hve djúpt liann liggur. Verksummerkin sýna aðeins, að við hægra (þ. e. syðra) jaðar urðarinnar hefur horfið meira en 30 m þykki íslag at yfirborði jökulsins, en við vinstra (nyi'ðra) jaðarinn ekki neitt. Á 7. mynd er hinn huldi kafli skriðflatarins dreginn eftir ágizkun minni, sem kann að skakka mörgum metrum. Samkvæmt kortum Landmælinganna af Innstahaus fyrir og eftir hlaupið og þeirri áætlun minni, að hinn huldi kafli skriðflatarins liggi til jafnaðar 10 m undir fyrra yfirborði jökulsins, var rúmmál bergfyllunnar, sem sprakk fram, um 15 milljónir rúmmetra (einnig ritað 1,5 X107 m3). Yfirleitt hljóta hrunurðir að vera ívið meiri að rúmmáli en þær samfelldar bergspildur, sem þær eru orðnar til úr. Urðarbingurinn við rætur Innstahauss er samt sýnu minni, og her það til, að þar staðnæmdist ekki allt bergið sem hrundi úr fjallinu, heldur hljóp nokkur hluti þess, trúlega nokkrar milljónir rúmmetra, áfram ofan jökultunguna og út Steinsholtsdal, svo sem síðar mun sagt verða. 3. Steinsholtsjökull Hér að framan hefur þegar verið staðhæft, að Steinsholtsjökull hafi látið undan og yfirborð hans lækkað við það, að skriðan skall niður á liann. Skylt er að gera nánari grein fyrir þeirri staðhæfingu. Suðurendi urðarbingsins liggur upp að brotsári á jöklinum (c á 4. mynd). Það hefst við rætur Innstahauss og liggur þaðan sem brattur ísveggur í stefnu li. u. b. ANA út á jökulinn a. m. k. hálfa leið yfir um hann og sveigir lítið eitt niður eftir honum. Við fyrstu komu mína að Steinsholtsjökli, átta dögum eftir hlaupið, sá ég þenna ísvegg aðeins tilsýndar. Var hann þá lóðréttur að sjá og svo sléttur, að minnti á hnífsskurð. Síðar, 14. maí og 1. júlí, kom ég alveg að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.