Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 36
144
NÁTT Ú RUFRÆÐINGU R 1 N N
10. mynd. Úr urðarbingnum undir hrunstálinu. Hluti af krosssprungnu berg-
ílikki með gróðurtorfum, sem liefur skriðið í lieilu lagi ofan frá fjallsbrún. —
Ljósm. 1. júlí 1967, Guðm. Kjartansson.
Fig. 10. Cover of soil and vegetation on a huge hlock in the dehris at the foot
of the rockslide scarp.
Grjótdreif sú, sem fyrr var getið í farvegi hlaupsins neðan við
liinn glöggt afmarkaða urðarbing, var fyrst eftir hlaupið alls staðar
mjög blönduð ísmolum. Svo mikil brögð voru að þessu, að víða var
fremur um jakahrönn að ræða en grjóturð. Um heildarframburð
hlaupsins af föstu efni allt frá rótum urðarbingsins mikla mundi ég
gizka á, að þar hafi verið nokkru meira af ís en grjóti að rúmmáli.
Mestur hluti þess íss var ættaður úr fari því, sem bergskriðið hjó í
jökullinn, en nokkuð bættist við neðar, úr jökulsporðinum. Alls má
áætla þann jökulís, sem hlaupið bar fram 1—2 millj. m3.
í flugferðinni tveimur dögum eftir hlaupið tókst mér illa að greina
jaka frá steinum og hrannir írá urðum í larvegi þess, enda hvort
tveggja þakið nýsnævi. Átta dögum eftir hlaupið, er við Árni Sæ-
mundsson urðum samferða á vettvang, kom mér mjög á óvart, að