Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 37
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
145
öll hin stærstu a£ þeim l'likkjum, sem liggja drei£ð í farvegi hlaups-
ins undan Fagraskógi og ég liafði eftir flugferðina haldið vera jaka,
reyndust nú vera steinar. Og í báðum þessum ferðum virtist mér
dreifin yfir neðanverðum Steinsholtsjökli (d á 4. mynd) vera fyrst og
fremst jakahrönn, en að vísu blönduð grjóti. Þar villii nýsnævið
enn um fyrir mér. í hvítasunnuferðinni, 119 dögum eftir lilaupið,
gekk ég með þeim Árna, Alfreð og Ólafi lyrsta sinni um jökultung-
una. Þá var nær allur vetrarsnjórinn bráðnaður af henni, og var hún
svört yfir að líta. Það sem huldi jökulísinn reyndist víðast hvar vera
grjóturð frernur en jakahrönn, en þó alls staðar blönduð ísmolum.
Sú íhlöndun íss í hlaupurðinni óx mjög eftir því sem fjær dró urðar-
bingnum mikla, hrunurðinni, svo að á austurjaðri jökulsins, fram
II. mynd. Brotsárið í Steinsholtsjökli, um 30 m liátt. — Ljósm. 14. maí 1967,
Guðm. Kjartansson.
Fig. II. Cliff <>f ice, abont 30 m high, cut by the rockslide into the. glacier
Steinsh oltsjök ull.