Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 40
148
NÁTTÚRUFRÆÐING URI NN
13. mynd. Fremst og t. v.: Jakahrönn blönduð grjóti við Steinsholtslón. T. h.:
Steinsholtsjökull, þakinn aur. Fjær: Skaratungur með Rjúpnafelli, og í iilíð
þeirra hvít rák, öldótt, sem er hrönn á hlaupmörkum. — Ljósm. 23. jan 1967,
Guðm. Kjartansson.
Fig. 13. Lejt joreground: henp of ice and rock fragments. Right in llie middle:
SteinsholtsjöKúll covered with debris. Background: mountain side with an
undulating white stripe, consisting of ice blocks, marking tlie reach of the hlaup.
4. Sleinsholtsdalur
Næst vestan við Steinsholtslón er grunnur Steinsholtsdals nú á h.
u. b. 1 km kafla þakinn mjög úfnum og óreglulegum hólúm. Hæstu
hrúgöldin rísa allt að 26 m yfir núverandi yfirborð lónsins, þ. e. um
‘10 m upp yfir dalgrunninn eins og hann var fyrir hlaupið. Uppfyll-
ingin er mest næst lóninu, en minnkar vestur. Efni hólanna er stór-
grýtt urð, leir og jökulís. Má vera að ísinn sé þar fyrirferðarmestur.
í júnílok voru nær allir jakar bráðnaðir af yfirborði hólanna og hól-
arnir sjálfir höfðu greinilega rýrnað nokkuð, en voru svo þaktir aur
eftir leysinguna, að í þeim sá vart á beran ís.
Sennilegt Jrykir mér, að Jressi hólaþyrping sé að verulegu leyti til
orðin úr Jrví, sem brotnaði framan af Steinsholtsjökli, og hafi það
ekki gerzt fyrr en meginalda hlaupsins var farin hjá og hlaupinu