Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 47
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
155
16. mynd. Stórgrýtisdreil'in éftir hlaupið á mótum Steinsholtsár og Krossár und-
an Fagraskógi. — Ljósm. J. júlí 1967, Guðm. Kjartansson.
Fig. 16. liock fragments carried by tlie flood over a dislance of 5 kni.
jakar strönduðu undir Þórólfsfelli, 3—4 km neðar á leið ldaupsins,
eins og fyrr var getið. Að vísu hefur nokkurra sentímetra lag bráðn-
að utan af hverjum jaka hjá Fagraskógi og væntanlega talsvert af
íshröngli horfið með öllu vikuna áður en ég kom á vettvang. A
hvítasunnu var enginn ís eftir í hlaupfarinu allt upp að hólahrúgald-
inu í Steinsholtsdal.
í Fagraskógi er allstórt gerði fyrir afréttarfé, girt vírneti. Einnig
var þar rétt, Steinsholtsrétt, hlaðin úr grjóti, á árbakkanum undir
Réttarnefi. Norðurhlið gerðisins lá laust neðan við hlaupmörkin
og rilnaði öll upp. Ekkert sést eftir af réttinni.
Á stórgrýtinu í hlaupfarinu undan Fagraskógi hef ég hvergi getað
lundið lastvaxnar skófir eða mosa né heldur önnur merki þess, að
steinninn, eða einhver hlið hans, hafi legið árum saman undir ber-
um himni. Hér getur því ekki verið urn að ræða laus björg, er
hlaupið hafi hrifið með sér á leið sinni, enda er ljóst bæði af flug-
myndum <jg lýsingum staðkunnugra manna, að ekkert slíkt stór-
grýti var fyrir á þeirri leið og ekki hefur heldur brotnað neitt að