Náttúrufræðingurinn - 1968, Side 50
158
N Á r r Ú R U F R Æ ÐIN G U R IN N
Sigurjón Rist vatnamælingamaður, og íara niðurstöður hans hér
á eftir:
El'tir hallamælingum og fleiri athugunum á hlaupfarinu hjá
Markarfljótsbrú nam hámarksrennsli Markarfljóts í hlaupinu þar
2 580 m3/sek. Þetta er reiknað eftir svonefndri Manningsformúlu.
Rennsli Fljótsins sjálfs, sem var í miklum vexti, er hlaupið skall
yfir, má áætla 500 m3/sek, svo að rennsli hlaupsins eins varð mest
um 2 100 m3/sek. Þessi útkoma kann að skakka allt að 25%.
Að meta rúmmál hlaupvatnsins í heild er miklu meiri erfiðleikum
bundið, vegna þess hve byrjun hlaupsins, viixtur, rénun og endalok
var allt ónákvæmlega tímasett. En skv. útreiknuðu hámarksrennsli,
skýrslu sjónarvotta og reynslu sérfræðinga af lögun flóðaldna yfirleitt
reiknast Sigurjóni hlaupvatnið hafa numið 1,5—2,5 Gl, þ. e. 1,5—2,5
milIjónum rúmmetra.
Hættir hlaupsins
1. Bergskriðan
Hér að framan hefur verið lýst verksummerkjum hrikalegra nátt-
úruhamfara. Ég hef kallað þær hlaup, en það orð er víðrar merking-
ar, allt frá grjóthruni til vatnsflóða, og veitir ekki af, til að það nái
yfir alla þætti þessa viðburðar.
Hlaupið hefst bersýnilega með bergskriðu (framhlaupi) úr Innsta-
haus. Undanfari hennar er aldalangt svarl’ skriðjökuls úr rótum
fjallsins. Hlíðin var orðin bröttust neðst, sennilega undir yfirborði
jökulsins. En þar studdi ísinn við berginu um leið og hann svarf
Jrað. Sá stuðningur minnkaði um leið og jökullinn þynntist, ekki
sízt á áratugunum 1930—1950. Bergið í f jallshlíðinni tók að láta und-
an þunga sínum, sprunga kom í fjallskollinn samsíða brúninni og
fór víkkandi.
Samkvænrt skýrslu Ragnars Stefánssonar, Veðurstofunni, hófst
talsverð jarðskjálftahrina á Mýrdalsjökulsvæðinu í byrjun október-
mánaðar 190(5, og stóð hún allan mánuðinn. Mestur varð jarðskjálft-
inn 25. október, 4,2 stig á Richterskvarða. í desember komu enn
kippir allt að 4,0 stigum. Sennilega hafa Jressir jarðskjálftar flýtt
fyrir Jrví sem verða vildi í Innstahaus.
Loks kom hlákan mikla með fádærna úrhelli og leysingu um miðj-
an janúar 1967. Bergið drakk í sig vatn, Jrað þyngdist, leirkenndir