Náttúrufræðingurinn - 1968, Side 52
160
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
í samanburði við hin fornu framhlaup eða bergskriður hér á landi
eru ungu bergskriðurnar bæði úr Lómagnúpi og úr Innstahaus,
nokkuð sérstæðar. í töflu II eru gefin upp nokkur mál af ummerkj-
um bergskriðna í Innstahaus, Lómagnúpi, Hrauninu hjá Reykja-
seli í Fnjóskadal og Vatnsdalshólum. Þessi mál eru eins og gefur að
skilja að miklu leyti áætluð fremur en mæld. Tvær síðasttaldar
Tafla II. Samanburður á nokkrum bergskriðum á íslandi.
Table II. Comparison of some rockslides in Iceland.
Hæð Lengd Halli Hrunurð
Height Length Slope Heap of debris
m m H:L 1° ha (= 10 000 m2)
Innstihaus .. . 4701) 9002) 0,52 27 28
Lómagnúpur ... 560 1300 0,45 23 25
Hraun ... 330 1100 0,30 16 50
Vatnsdalshólar . . . .. . 900 4000 0,22 13 400
1) Hæð og lengd eru mældar frá hæstu brún hrunstálsins til lægstu og fjar-
lægustu totu hrunurðarinnar.
2) Height and length are measured from the lop of the rochslide scarp lo the
lowest and farthest reaching edge of the heap of debris.
bergskriður mega heita dæmigerar, Hraunið er venjulegt að stærð,
en Vatnsdalshólar í stærsta lagi. Mál þeirra beggja eru að mestu
tekin upp tir bók Ólafs Jónssonar.
Við þenna samanburð ber jress að gæta, að hlaupinu úr Innstahaus
var ekki lokið með bergskriðinu, jrað var aðeins fyrsti þáttur Jíess.
2. Gusthlaup
Annar þáttur tekur til þess kafla hlaupfarsins, sem hefst við rætur
hrunurðarbingsins og endar nálægt Fagraskógi, fullum 4 km neðar.
Ummerkjum á þessum kafla var áður lýst. í fljótu bragði leiða jrau
hugann helzt að óskaplegu vatnsflóði tneð grjót- og jakaburði. En
þegar betur er að gætt, kemur í ljós, að hér var engan veginn um
eiginlegt vatnsflóð að ræða, heldur Jress konar hlaup, sem hér verður
kallað guslhlaup (af vöntun á öðru nafni betra). En áður en gust-