Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 54
162
NÁTTÚ RUFRÆÐIN G U R I N N
tungum, upp í 75 m h;eð yíir jökulinn. Vatn, sem nokkuð munar
um, verður fyrst á vegi lilaupsins í Steinsholtslóni.
Enn er rétt að athuga þann möguleika, að hrun niður yfir jökul
kunni að leysa úr honum verulegt vatnsmagn.
Viðhvers konar hrun losnar orka, sem (mæld í kílógrammmetrum,
kgm) nemur margfeldinu af hrunmassanum (mældum í kg) og fall-
hæðinni (mældri í m). Eins og fyrr getur, nam hin hrunda spilda
um 15 milljónum m3 af bergi. Eðlisþyngd bergsins má áætla 2,7, og
er massi hrunspildunnar samkvæmt því um 40 milljónir tonna eða
4xl010 kg. Meðalfallhæð (þ. e. lækkun þungamiðju massans við
hrunið) má áætla 150 m. Samkvæmt þessu nam orkulosið í hrun-
inu 6xl012 kgm. Við köllum orkuna staðorku fyrir hrunið, en
el'tir hrunið hefur hún i)ll breytzt í varmaorku eða varma.
Bergfletir, sem skella saman eða urgast liver við annan í skriðu-
hlaupum, hitna svo, að eldglæringar sjást í hlaupinu. En hitinn
dreifist víða: um skriðuna sjálfa, nndirlag hennar, loftið yfir henni
og umhverfi hennar svo langt sem titrings frá lienni gætir í jörðu
og lofti (að meðtöldum jarðskjálfta- og hl jóðbylgjum). Af þeim sök-
um verður hitastigshækkunin vart nokkurs staðar mælanleg, eftir að
skriðan er stönzuð.
En hrunið í Innstahaus var mjög sérstætt að því leyti, að það skall
niður á jökul, sprengdi hann eða plægði upp og hreif þaðan með
sér eða hratt á undan sér kynstrum af ís (á að gizka 1—2 milljónum
m3). Við slík skilyrði hlýtur nokkurt brot af hinni losnuðu orku að
lenda í ísnum. Af völdum hlákunnar var ísinn á bræðslumarki. Hann
gat því ekki hitnað, heldur fór allur sá varmi, sem honum barst, í
það að bræða hann.
Umreiknað í varmaeiningar nam orkulosið í Innstahaus um
l,4xl010 kcal. (þ. e. 14 milljörðum kílókalóría). Sá varmi endist til
að bræða l,75x 108 kg af ís — m. ö. o. til að leysa 175,000 m3 af vatni
úr jökli. — Ég hef engin tök á að áætla með viðhlítandi sennileika,
hversu stórt brot þessa varmamagns nýttist til að bræða ís, en ef það
var tíundi hlutinn — sem vel kann að vera hátt gizkað — þá hefur
hann leyst 17 500 m3 vatns úr Steinsholtsjökli, og hefur það trúlega
gerzt á fáum sekúndum.
Útkoman úr þessu nokkuð handahófskennda reikningsdæmi er
að vísu álitlegur vatnssopi, hátt upp í meðalrennsli Þjórsár í eina
mínútu, en hún hrekkur skannnt til að skýra hrannarrákina í