Náttúrufræðingurinn - 1968, Side 62
170
N ÁTT Ú R U F RÆÐINGURINN
Jún Baldur Sigurdsson:
Nýr varpfugl á íslandi — Vepja (Vanellus vanellus)
Vepjan hefur lengi verið þekkt seni vetrargestur á íslandi. Sést
hún liér eitthvað flesta vetur og stundum kemur hún í stórhópum og
flæðir yfir landið allt. í Fuglanýjungum I og III (sjá heimildarrit)
segir Finnur Guðmundson ýtarlega frá mikilli vepjugengd, sem hér
kom veturinn 1941—1942. Þótti það áður vita á harðan vetur, cf
vepjur sáust á haustin, og munu nöfnin ísakráka og jöklakráka vera
orðin til vegna þeirrar trúar fólks. Fyrra nafnið er venjulegra, og
mun margt fólk víða um land ekki hafa þekkt annað nafn á fugli
þessum fram á síðustu áratugi.
Veturinn 1962—1963 bar óvenjumikið á vepjum hér á landi. Varð
þeirra fyrst vart seint í desember 1962, en kornu þó einkum í janúar
1963 og mun aðalbylgjan hafa komið i kringum 20. janúar. Vepjur
þessar hafa vafalaust leitað á brott frá heimkynnum sínum vegna
hinnar geysihörðu vetrarveðráttu á meginlandi Evrópu og Bret-
landseyjum þennan vetur. Náttúrugripasafninu bárust upplýsingar
um vepjur víðsvegar af landinu, og einnig margar vepjur, sem fund-
izt höfðu dauðar eða aðframkomnar. Hinn 29. maí 1963 fann Matt-
hías Eggertsson á Skriðuklaustri, N.-Múl., vepjuhræ, sem bar merk-
ið British Museum 2063105. Vepja þessi hafði verið merkt sem ungi
í Sandsting á Hjaltlandi hinn 25. júní 1961. Bendir jretta til jress,
að vepjur þær sem liingað komu hafi verið af brezkum uppruna.
Leikur lítill vafi á því, að Jrær hafi flestar drepizt hér. Oruggt má J)ó
telja að vepjur þær, sem hér er sagt frá á eftir, hafi komið hingað í
janúar eða desember og er sennilegasta skýringin á því, að þeim tókst
að lifa veturinn af sú, að Jrær hafi haldið sig við eitt af jarðhitasvæð-
um þeim, sein finnast í Kelduhverfi.
Hinn 12. júní 1963 var greinarhöfundur á ferð í Kelduhverfi, N,-
Þing., ásamt Ragnari Sigfinnssyni frá Grímsstöðum við Mývatn.
Vorum við að koma frá Víkingavatni og vorum á leið til Mývatns