Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 63
N ÁTT Ú RU FRÆÐI N G U R I N N
171
Mynd 1. Yfirlitsmynd af varpstaðnum. Skúlagarður í baksýn. — A general viexv
aj llie area wliere the nest of the lajnuings was found.
um Axarfjörð. Þegar við komum á móts við bæinn Árdal, sáum við
fálka sitja á símastaur við veginn, og stöðvaði ég bílinn svo að við
gætum virt fuglinn betur fyrir okkur. Hann flaug þá upp og norður
yfir Litlá, sem rennur þarna til vesturs skammt norðan vegarins.
Settist hann þar á tóftarbrot. Ók ég nú vegarspotta út af aðalvegin-
um og heim að Skúlagarði, lélagsheimili Keldhverfinga, til þess að
við gætum virt fuglinn betur fyrir okkur. Fálkinn sat skamma stund
á tóftarbrotinu, því að hann var áreittur mjög af ýmsum fuglum,
einkum kríum. Flaug hann aftur suður yfir Litlá og settist nú á girð-
ingarstaur skammt frá bakka árinnar. Kríurnar ásóttu hann enn og
nú birtist allt í einu vepja og fór að hamast í fálkanum. Gekk svo
um hríð, að vepjan steypti sér að fálkanum vælandi og skrækjandi
og var svo nærgöngul við liann, að furðu sætti. Þess á milli settist
hún rétt við staurinn, sem fálkinn sat á, vappaði og hljóp um og gaf
frá sér langdregin væl öðru hverju og lét sem hún væri að tína eitt-
hvað í gogginn. Eftir nokkra stund flaug fálkinn enn upp og nú í