Náttúrufræðingurinn - 1968, Síða 66
174
NÁTTÚ R U FRÆÐIN G U RIN N
mann þess í bók sinni um íslenzka iugla, að vepjur nntni hafa orpið
að Reynivöllum í Kjós árið 1922, en dr. Finnur Guðmundsson hef-
ur tjáð mér, að komið hafi í ljós að upplýsingar þær sem Timmer-
mann fór eftir hafi ekki reynzt á rökum reistar. Hins vegar má telja
fullvíst, að vepjur hafi orpið í Hornafirði árið 1959, þótt ekki fynd-
ist hreiður þar. Sumarið 1961 var Ingólfur Davíðsson, grasafræðing-
ur, á ferð í Hornafirði. Jón Arason bóndi að Nýpugörðum, sagði
honum þá, að þar mundi hafi orpið vepja nokkrum árum áður.
Ingólfur bar Jretta í tal við son sinn, Agnar dýrafræðing. Skrifaði
Agnar Jóni bréf og bað hann um nánari tipplýsingar. Fer hér á eftir
kafli úr svarbréfi Jóns:
„Árið 1959 sá ég tvær vepjur í apríl, og er ekkert óvanalegt að
sjá þær hér um Jrað leyti. Var Jrá hlýtt hérna og búið að vera nokk-
urn tíma. Sátu þær á leiru, sem gróður var farinn að myndast í, og
auk þess var þar mikið af bobbum og ormum eins og maður sér oft
í tjörnum. Þarna héldu Jrær sig lengi. Þær voru dökkgráar eða svartar,
með topp upp úr höfðinu og hvítan hring um hálsinn. Svo var það
síðast í maí, að ég varð þess var, að þær voru farnar að verja mýrar-
fláka, sem er hérna spölkorn frá bænum, fyrir öðrum fuglum, svo
sem kjóa, hrafni og máfum. Þegar maður kom í mýrina, þá létu þær
mjög ófriðlega og skræktu hátt og ílugu umhverfis mann svo að Jraut
í fjöðrunum. En ekki gat ég fundið hreiðrið, Jrótt ég reyndi mikið.
Voru þær þarna í u. Jr. b. tvo mánuði, en eftir það fór ég að sjá þær
á ýmsum stöðum í nágrenninu. Svo var það seinni partinn í ágúst,
að ég sá 5 fugla sitja hér í fóðurkálsbletti, sem ég hafði. Fór ég að
athuga, hvaða fuglar þetta væru. Voru jretta Jrá vepjurnar með 3
unga. Þeir voru miklu Ijósari en eldri fuglarnir og miklu óverulegra
í þeim hljóðið. Þessir fuglar voru svo hérna fram í nóvember og
héldu alltaf hópinn.“
Hin ágæta lýsing Jóns á vepjunum og háttalagi Jreirra, virðist
taka af allan vafa um það, að um varpstað hafi verið að ræða, þótt
hann hafi ekki fundið hreiðrið. Lýsingin á ungunum stendur einn-
ig alveg heima.
Auk Jæss, sem hér hefur verið sagt um vepjuvarp á íslandi, eru
sterkar líkur á Jrví, að vepjur hali orpið í Eyjaíirði sumarið 1964.
Dr. Finnur Guðmundsson hefur vinsamlega veitt mér eftirfarandi
upplýsingar, sem honum lét í té Jóhann Snorrason, deildarstjóri
KEA, Akureyri.