Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 67
N ÁTTÚR U FRÆÐIN G U RIN N
175
Mynd 3. Vepjuunginn. Myndin tekin 15. júlí 1963. — The lapwing fledgeliiig.
Photograph taken 15 July 1965.
,,Hjá Syðri-Bakka, Arnarneshreppi, Eyjafirði, voru tvær vepjur
frá því snemma um vorið. Þær héldu sig í mýrlendi. Skræktu
þær mikið og létu eins og varpfuglar. Upp úr miðju sumri voru þær
orðnar fimm. Þær sáust ekki eftir miðjan ágúst.“
Vepjur eru mjög áberandi og auðþekktir fuglar, bæði sitjandi og
á flugi. Sýnast þær að rnestu svartar að ofan og hvítar að neðan, og
hafa langan fjaðratopp aftur úr hnakkanum. A styttra færi sést að
grænni slikju slær á þær að ofan. Röddin er líka afar sérkennileg,
hásir og skerandi skrækir. Kjörlendi vepjunnar er bersvæði vaxið
gisnum og lágvöxnum gróðri eða gróðurlaust með öllu; getur hún
því auðveldlega séð smádýr þau, sem hún tínir upp af jörðinni og
eru aðalfæða hennar. Hún er láglendisfugl en forðast hávaxinn gróð-
ur. í Evrópu er hún algengust á ræktuðu landi, og kýs hún helzt
nýplægða eða slegna akra, tún og annað graslendi. Vegna áberandi
litar og hátternis vepjunnar og vegna þess hve algeng hún er í land-
búnaðarhéruðum flestra Evrópulanda, er hún sennilega þekktasti
vaðfugl álfunnar.