Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 71
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
179
Eypór Einarsson:
Dr. phil. Helgi Jónsson, grasafræðingur
1867 — 11. apríl — 1967
Helgi Jónsson fæddist að Miðmörk undir Eyjafjöllum 11. apríl
1867. Foreldrar Helga voru síra Jón Bjarnason, þá prestur í Stóradal
undir Eyjaljöllum, og Helga
Árnadóttir, kona hans. Korn-
ungur fluttist hann með for-
eldrum sínum norður að
Prestsbakka í Hrútafirði, þar
sem faðir hans varð prestur,
en síðar fékk faðir hans Ög-
urþing og loks Skarðsþing og
fluttist að Vogi á Fellsströnd
árið 1882. Bræður Helga
voru þeir Magnús, prestur í
Vallanesi, og Bjarni, rithöf-
undur, háskólakennari og al-
þingismaður, frá Vogi.
Helgi lærði undir skóla
hjá föður sínum, sem var tal-
inn gáfumaður og vel að sér,
einkum í latínu og stærð-
fræði, en settist í 3. bekk
lærða skólans í Reykjavík
árið 1886 og lauk þaðan stú-
dentsprófi árið 1890.
Á unga aldri fékk Helgi áhuga á náttúru lands síns og lærði
að festa yndi við athuganir á plöntum og gróðurfari. Á árun-
um í lærða skólanum fékkst hann töluvert við að safna plöntum
og naut þar tilsagnar og uppörfunar kennara síns, Þorvalds Thor-
Dr. phil. Helgi Jónsson.