Náttúrufræðingurinn - 1968, Side 83
N ÁT T Ú R U F R Æ ÐINGURINN
191
Sáðgrastegundirnar háliðagras, vallarfoxgras, rýgresi og
axhnoðapuntur vaxa á öllum stöðunum í sáðsléttum og á strjál-
ingi utan þeirra, einkum þó háliða- og vallarfoxgras. Minnst er
um axhnoðapuntinn.
Brenninetla vex í Vogum, Höfnum og í Þorkötlustaðahverfi
í Grindavík, bæði í og við garða og sorphauga.
Bókhveiti og vafsúra í Keflavík. Hélunjóli í Keflavík,
Sandgerði og Grindavík. Arfanæpa Brassica campestris sást í
görðum og við hænsnabú á öllum stöðunum. Arfamustarður
Sinapis arvensis í Keflavík. Akursjóður Thlaspi arvense í Kefla-
vík og Ytt'i-Njarðvík. Lambaklukka í Keflavík og Grindavík
(Gullkollur í sandi í Vogum). Alsíkusmári Trifolium hybridum
í Keflavík. Kúmen í Keflavík og Sandgerði.
Spánarkerfill Myrrhis odorata í Keflavik. I.jósatvítönn
Lamium album vex utan garða í Sandgerði og í Þorkötlustaða-
hverfi í Grindavík. Akurtvítönn L. purpureum í Keflavík,
Innri og Ytri-Njarðvík, Sandgerði og Grindavík. Varpatvítönn
L. amplexicaule í Innri-Njarðvík, Sandgerði og Grindavík. Græði-
súra og skriðsóley vaxa á öllum stöðunum og er skriðsóleyin
sumsstaðar algengari en brennisóley. Græðisúran vex sumstaðar í
breiðum, en annarsstaðar strjált og mun þá nýlega komin á staðinn.
Er alltaf að breiðast út um landið. „Fótspor hvíta mannsins", er
sagt að Indíánar kalli hana.
Krókamaðra Galium aparine sást í Keflavík við garð. Ú tlend
baldursbrá bæði þar og í Grindavík. Berst árlega með varningi
og er mun hávaxnari en sú íslenzka, enda annað afbrigði, venju-
lega einært.
Silfurhnappur Achillea ptarmica vex í kirkjugarðinum í
Höfnum. Hóffífill Tussilago farfara vex í stórum breiðum í
Sandgerði. Einnig eru nokkrar græður af honum í Ytri-Njarðvík og
Keflavík. Sumum hafa sýnst hóffífilsblöðkurnar vera ungjurtir af
rabarbara og gróðursett þær í garða. En hóffífill breiðist mjög út
með jarðrenglum og getur orðið illgresi.
Gulbrá Matricaria matricarioides og krossfífill Senecio vul-
garis vaxa á öllum stöðunum og mynda víða stórar græður, einkmn
gulbráin.
Þistill Cirsium arvense vex í Keflavík og Ytri-Njarðvík, Sand-
gerði og í Járngerðarstaðahverfi í Grindavík. Þar hefur þistillinn