Náttúrufræðingurinn - 1968, Qupperneq 85
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
193
til landsins með Norðmönnum, sem höfðu síld- og hvalveiðistöðvar
þar eystra.
V.
Slæðingar í gróðurhúsum.
2. sept. s. I. var ég á ferð í Hveragerði og sá, að gaukasúra
Oxalis stricta er algeng í gróðurhúsunum sem slæðingur. Einnig vex
hún allvíða í borgfirzkum gróðurhúsum og er fundin víðar á gróður-
húsagólfi. Breiðist út með renglum. Blöð hennar líkjast helzt smára-
blöðum, blómin gul. Gaukasúra er einnig fundin úti á jarðhita-
svæði í Hveragerði. Fingurhirsi Digitaria ischaemum vex sem
slæðingur í gróðurhúsum Garðyrkjuskólans. Þessi einkennilega
grastegund er einær og sitja einblóma smáöxin í löngum fingurlaga
öxum, sem líkjast uppréttum fingrum.
Gunnar Jónsson:
Sitthvað um sjaldgæfa fiska
í 2.-3. tbl. 60. árg. Ægis er getið sjaldgæfra fiska, sem Fiskideild
og Hafrannsóknastofnuninni bárust árin 1955—1966. Eftir að sú
grein birtist komu í leitirnar upplýsingar um fleiri sjaldgæfa fiska
frá sama tíma og m. a. kom í ljós, að á Náttúrugripasafninu voru
til upplýsingar um fiska, sem þangáð höfðu verið sendir. Lét dr.
Finnur Guðmundsson mig fá þær og komum við okkur saman um,
að ég tæki sarnan nýjan lista yfir þessa sjaldgæfu fiska og birti í
Náttúrufræðingnum. Fer árangurinn hér á eftir. Flestir þessara
fiska eru af íslandsmiðum, nokkrir af Grænlandsmiðum og einn
fiskur frá Hamiltonbanka við Kanada. Tegundir eru 44, þar af
3 háfiskar, en 4 fiskar eru ekki greindir til tegunda. Fjöldi fiskanna
er 156. Fjórar nýjar tegundir áður ókunnar við ísland eru meðal
þessara fiska: sardina, álsnípa, slétthverfa og deplaháfur. Ekki eru
taldir með fiskar eins og t. d. geirnyt, blákjafta, vogmær, stóri mjóni,
litli mjóri, sexstrendingur og áttstrendingur, þar sem þessir fiskar