Náttúrufræðingurinn - 1968, Síða 86
194
NÁTTÚ RUFRÆÐINGUR I NN
eru nokkuð algengir á vissum stöðum og ekki er um neina nýja
fundarstaði að ræða. Álitamál er, livort telja á fiska eins og t. d.
geirnef, litlu brosmu og urrara til sjaldgæfra fiska, enda þótt svo sé
gert hér. Sæsteinsugan, sem er fremur sjaldgæf við ísland, er ekki
tekin með, enda þótt nokkrar hafi veiðzt á síðustu árum því að ekki
er lengur í tízku að flokka hana undir fiska eins og áður var gert.
1 Gjölnir, Alepocephalus giardi (Köhler).
7. sept. 1957, Dönugrunn, V.-Grænland, b/v Júlí (fK, botn-
varpa, 98 cm, 9, 6.2 kg.
28. júní 1960, Dönugrunn, 200 faðma dýpi, b/v Neptúnus
RE, botnvarpa, 2 fiskar, annar 90 cm, á, 4.6 kg, hinn 96 cm,
á 5.6 kg.
Fisktegund þessi, sem er mjög sjaldgæf, hefur einnig fundizt
undan suðurströnd Islands við Vestmannaeyjar og í Háfadjúpi.
2 Sardína, Sardina pilchardus (Walbaum).
júlí 1966, Hraunsvík, síldarnót, 24 cm, 100 g, 4 ára.
Sardína hefur ekki fundizt áður hér við land svo kunnugt sé.
Heimkynni hennar eru Miðjarðarhaf og Atlantshaf suður til
Kanaríeyja og norður til Noregs (Björgvin). Einnig finnst hún í
Kattegat og við Bretlandseyjar. Sardína getur orðið allt að 35
cm að lengd, en er venjulegast 23—25 cm.
3 Suðræni silfurfiskur, Argyropelecus hemigymnus (Cocco).
13. febrúar 1964, lengd 3.2 cm. Kom upp úr vogmeyjarmaga,
en engar upplýsingar fygldu með hvar lnin veiddist. Sennilega
við suður- eða suðvesturströndina.
Suðneni silfurfiskur hafði áður fundizt í hafinu djúpt út af