Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 87
N ÁT T 0 R U F R Æ ÐINGURINN
195
suðausturströndinni og fiskur al sömu ættkvísl, A. olfersi
(Cuvier) eða norræni silfurfiskur var þekktur hér við land.
4 Marsnákur, Stomias boa ferox (Reinhardt).
25. ágúst 1966, Norðfjarðardjúp, 30 faðmar, Lómur KE, síld-
arnót, 12 cm.
Hefur áður fundizt við ísland 2. júlí 1948 á 400 m dýpi, 120
sjómílur NV af Blakksnesi (2 stk.).
Heimkynni marsnáks eru Norður-Atlantshafið frá Azoreyj-
um til íslands og milli Evrópu og Ameríku.
5 Stóra geirsíli, Paralepis coregonoides borealis (Reinhardt).
4. júní 1955, 64°30' N— 35° 15' V (A.-Grænland), 200 faðma
dýpi, b/v Júlí CfK, botnvarpa, 49 cm, 390 g.
Stóra geirsíli hefur fundizt við ísland á svæðinu frá Horna-
lirði vestur í Faxaflóa.
6 Paralepis sp.
8. júlí 1955, við Austur-Grænland, ísl. togari, 85 cm.
Engar nánari upplýsingar. Annað hvort er hér um að ræða
stóra geirsíli (sjá hér á undan) eða digra geirsíli (Paralepis brevis
Zugmeyer).
7 Stóri földungur, Alepisaurus ferox (Loiue).
Apríl 1956, út af Njarðvík, 170 cm, 4.6 kg.
Fannst fyrst hér við land við Vestmannaeyjar árið 1844 og
hefur fundizt nokkrum sinnum siðan, einkum við suður- og
norðvesturströndina. I maga þessa fisks voru tvær vogmeyjar.
8 Álsnípa, Nemichthys scolopaceus (Richardson).
10. maí 1956, nyrzt í Víkurál, 220 faðma dýpi, b/v Neptúnus
RE, botnvarpa.
Fyrsti íundur við ísland (sbr. Fiskarnir, bls. 550).
9 Hafáll, Conger conger (Linné).
6. sept. 1955, Grindavíkursjór, Arnfirðingur RE, 109 cm, á.
20. okt. 1957, Selvogsgrunn, 90 cm, S.
18. febr. 1964, Kötlugrunn, 120 m dýpi, Heimir SU, 130 cm.
júlí 1965, SV-land (?), 150 cm (sendur frá Grindavík).
29. nóv. 1965, undan Krísuvíkurbergi, 165 cm, á, 12.3 kg.
21. október 1966, NV af Garðskaga, v/b Gunnar Hámund-
arson, GK.
Hafáll er fremur sjaldgæfur við Island og hefur ekki ennþá
fundizt við norður- eða austurströndina svo vitað sé.