Náttúrufræðingurinn - 1968, Side 94
202
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Gaddahrognkelsi hefur aðeins einu sinni veiðst við ísland
svo kunnugt sé (Dýrafjörður 1820).
39 H velj usogf iskur, Liparis reinhardti (Krpýer).
Eftirfarandi hveljusogfiskar veiddust í rækjuleiðangri Fiski-
deildar haustið 1964 á v/b Mjöll RE 10 í rækjuvörpu: 10. sept.,
66° 18' N—18°46' V, 271-384 m dýpi, 4 stk. 8-13 cm; 12. sept.
66° 17'6 N—18°45' V, 10 stk. 7-16 cm; 20. sept., 66°23' N—
18°50' V, 434-423 m, 2 stk. 9-10 cm.
Hveljusogfiskurinn lilir á miklu dýpi N—A-lands og er sjald-
gæfur.
40 Sandhverfa, Scophtalmus maximus (Lirmé).
15. febr. 1956, Jökuldjúp, 125 faðma dýpi, b/v Röðull GK,
58.5 cm.
11. sept. 1957, SV-land, á, 46 crn.
30. apríl 1958, Nausteyrarvík (Skjálfanda), 4 faðma dýpi,
grásleppunet, 49 cm, 9, 2 kg.
Júlí 1963, 12—14 sjómílur N af Eldey, 63 faðma dýpi, v/b
Bjarni Jóhannesson, Akranesi.
10. febr. 1966, Selvogsbanki, m/b Hópsnes GK, 69 cm, 9.
28. apríl 1966, Grindavíkursjór, 74 cm, 9, 7—8 ára.
Eremur sjaldgæfur flatfiskur hér við land, sem einkum hef-
ur veiðzt við suðurströndina og í Faxaflóa. Árið 1938 veiddist
sandhverfa á Vaðlavík (A).
41 Slétthverfa, Scopthalmus rhombus (Linné).
2. okt. 1961, Bollasvið, m/b Bjargþór, dragnót, 61 cm.
Eyrsti fundur við ísland. Heimkynni þessarar tegundar eru
annars Miðjarðarhafið, Atlantshafið við strendur V-Evrópu
og í vestanverðu Eystrasalti.
42 Tunglfiskur, Mola mola (Linné).
11. sept. 1957, Selvogsbanki austanverður, m/b Skuld VE
263, skutlaður við yfirborð sjávar, lengd 100 cm, þyngd 100
pund.
Júlí 1959, suður af Vestmannaeyjum, m/b Meta VE, 140
cm, þyngd 150—200 kg.
Tunglfiskur er sjaldgæfur hér við land. Eyrstu heimildir um
hann munu vera frá 1845. Síðan þá hafa fundizt reknir eða
syndandi í yfirborðinu um 10 fiskar. Heimkynni tunglfisksins
eru úthöfin. Hans hefur orðið vart suður um allt Atlantshaf,