Náttúrufræðingurinn - 1968, Síða 99
NÁTT Ú R U FRÆÐI N G U R IN N
207
1. mynd. Dyrhólaey séð l'rá austri af Reynisfjöru. Ljósm. Hlynur Höskuldsson.
eynni bæði austan og vestan. Við austurland útfallsins rís basalt-
drangur, sem Arnardrangur nefnist, upp úr sandinum skammt frá
flæðarmáli.
Mest hæð Dyrhólaeyjar er röskir 120 m. Lengd hennar frá austri
til vesturs er nálægt 2 km. Breiddin frá norðri til suðurs er um
1,3 km, en af þeirri vegalengd er mjór bergtangi nærri 400 m að
lengd, er gengur til suðurs. Hæð hans er 95 m og hliðar hans lóð-
réttir bergveggir frá hafi að brún, svo að óneitanlega setur hann
ærinn svip á suðurhlið eyjunnar, ekki sízt fyrir hið stóra boghvelfda
gat, sem sjór lellur í gegnum, og er þar fært litlum bátunr í gegn.
Sennilega hefur þessi hvelfing orðið til þess að gefa eyjunni „Port-
lands“-nafnið, sem er annað nafn hennar á flestum kortum, og þá
einkum sjókortum.
Úr hafinu suður af eynni rísa nokkur sker og drangar. Mest
ber á Háadrang, 56 m háum, Lundadrang, 54 m, Máladrang, 35 m
og Kamb, 43 m. Suður af Lágey eru austast Stampur og Sker, hvort
tveggja tæpir 20 m að hæð.
Uppi er eyjan allmikið gróin og er þar sums staðar allþykkur
moldarjarðvegur. Á eynni eru ór;ek merki um mikinn uppbláslur,
en þó hefur hún gróið verulega á síðari árum. Gróðurfarið ber þess