Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 101
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
209
#I3 % 12
2. mynd. Loftmynd af Dyrhólaey. Örnefni, sem koma fyrir í greininni ern
merkt með bók- og tölustöfum: 1) Dyrhólahverfisfjara, 2) Hildardrangur, 3)
Dyrhólaós, 4) Garðar, 5) Skorpunef, 6) Arnardrangur, 7) Reynisfjara, 8) Kirkju-
fjara, 9) Stampur, 10) Sker, 11) Háidrangur, 12) Lundadrangur, 13) Máfa-
drangur, 14) Kambur, 15) Tóarnef (Blesutó), 16) Viti, H) Háey og L) Lágey.
Mælikvarði h. u. b. 1:25.000, p. e. 4 cm = 1 km. Norður er upp á myndinni.
Ljósmynd: Landmœlxngar Islands.
því hvernig myndunin hefur upphaflega verið. Neðst í túffinu, og
enda víðar í því, er samfellt bólstraberg og stakir bólstrar þó víðar.
Bergmyndun Skorpunefsins er sérstæð og falleg. Eins og fyrr segir
er það að mestu úr fremur smákornuðu grágrýti, nokkuð stuðluðu.
Umhverfis livern stuðul er dekkri rönd, sem er allt að 2 cm að þykkt.
(Sama má sjá í Kirkjugólfi á Síðu). Víða í grágrýtinu eru lóðrétt