Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 104
212
NÁTTLJRUFRÆÐINGURINN
ur-suður og má vel vera, að hún hafi valdið þessari annars lítt
skýranlegu stefnubreytingu hraunrennslisins. Helzt er að sjá, að
þegar gosið í Hildardrangsgígnum hreyttist í flæðigos, hafi hinir
gígarnir orðið óvirkir, a. m. k. Kambsgígurinn, því ekki er hægt að
sjá nein millilög úr lausum gosefnum í þeim þversniðum, sem sýni-
leg eru af hrauninu.
Hraungosið virðist ekki liafa staðið lengi, en þó hefur komið upp
mikið af hrauni, svo sem sjá má af breidd hraunrásarinnar. Ég hef
ekki mælt ltana nákvæmlega, en hún er sennilega víða 100 m á
breidd, svo að þar hefur engin smá hraunelfa farið um. Nú er liægt
um hönd fyrir þá, er á eyna koma, að virða fyrir sér ummerkin
eftir hraungosið, því að nú liggur hílvegurinn upp að vitanum upp
aðalhraunfossinn austan í Háeynni. Ef gengið er norður á liæðina,
þar sem bílum er lagt við ldiðið heim að vitanum, blasa við leifarnar
af hraungígum og hrauntröðin austur frá lionum, en þar eru gróð-
urlausar móbergshæðir sunnan og norðan við hraunrásina.
Þá er aðeins eftir að geta þess, að hraunið náði að renna allt að
nyrzta gígtappanum, sem myndaðist í gosi því, er ég Iief nefnt undan-
fara sjálfrar Dyrhólaeyjar og tengdi hann þar með eyjunni. Hraunið
lagðist að þeirri tuffkápu, sem eftir var norðvestan á tappanum
(Skorpunefinu) og hefur þar með verndað dýrmætasta sönnunar-
gagnið, bæði um sköpunarsögu Skorpunefsins, og aldur fyrrnefndra
gígtappa.
Þá er að mestu sögð í stórum dráttum saga þess þáttar, er jarð-
eldurinn átti hlut að við myndun þeirrar Dyrhólaeyjar, sem við
dáumst að í dag fyrir fegurð forms og Hna, en þar er einnig dásam-
leg sjónarltæð í björtu veðri.
Mynclunarsaga Dyrhólaeyjar.
Þegar varpað er fram kenningu um myndun fjalls eða svæðis, svo
sem ég hef leyft mér að gera hér að framan, er eðlilegt að spurt sé,
á hverju slík kenning sé byggð og að krafist sé skýlausra raka. Hér
á eftir koma því nokkrar staðreyndir, sem ég tel sæmileg sönnunar-
gögn fyrir kenningu minni.
Er þá fyrst sú tímasetning, að eyjan sé mynduð á hlýskeiði milli
jökulskeiða hinnar kvarteru ísaldar. Aðalsannanir fyrir því eru, að
þegar eyjan myndaðist hefur sjávarstaða svo að segja verið sú sama