Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 131
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
239
Þorleifur F.innrsson:
Skýrsla um Hið íslenzka náttúrufræðifélag 1966
Félagsmenn
Árið 1966 lctust 9 félagar, svo aS stjórninni sc kunnugt um, þar á meðal
tvcir heiðursfélagar, þeir dr. Árni Friðriksson, liskifræðingur, og Þorsteinn
Kjarval, og 4 ævifélagar, þeir Gunnar Steindórsson, verzlunarmaður, Stein-
grímur Steinþórsson, fyrrv. forsætisráðherra, Þorsteinn Jósepsson, blaðamaður,
og dr. Hermann Einarsson, liskifræðingur.
Á árinu gengu 54 nýir félagar í félagið. 1 árslok var tala skráðra félaga því
eins og hér segir: Heiðursfélagi 1, kjörfélágar 5, ævifélagar 79, ársfélagar 925
— eða alls 1010 félagsmenn.
Stjórn og aðrir starfsmenn
Stjúrn félagsins: Þorleifur Einarsson, dr. rer. nat., formaður, Einar B. Páls-
son, clipl. ing., varaformaður, Bergþór Jóhannsson, cand. real., ritari, Gunnar
Árnason, búfræðikandidat, gjaldkeri, Jón Jónsson, mag. scient., meðstjórnandi.
Varamenn i stjórn: Gísli Gestsson, safnvörður, og Sigurður Pétursson, dr. phil.
Endurskoðendur reikninga: Eiríkur Einarsson, verzlunarmaður, og Ingólfur
Einarsson, verzlunarmaður.
Varaendurskoðandi: Óskar Ingimarsson, bókavörður.
Ritstjóri Náttúrufrœðingsins: Örnólfur Thorlacius, fil. kand.
Afgreiðslumaður Ná11úrufraðingsins: Stefán Stefánsson, bóksali.
Sljórn Minningarsjóðs Eggerts Ólafssonar: Örnólfur Thorlacius, fil. kand.,
formaður, Guðmundur Kjartansson, mag. scient. og Ingólfur Davíðsson, mag.
scient. — Til vara: Ingimar Óskarsson, náttúrufræðingur, og Sigurður Péturs-
son, dr. phil.
Aðalfundur
Aðalfundur l'yrir árið 1966 var haldinn í I. kennslustofu Háskólans laugar-
daginn 25. febrúar 1967. Fundinn sóttu 28 félagar. Fundarstjóri var kjörinn
Jón Sigurðsson, skólastjóri, og fundarritari Haraldur Sigurðsson, B. Sc.
Formaður minntist í upphafi fundar látinna félaga og flutti síðan skýrslu um
störf félagsins á árinu. Þessu næst var gengið til stjórnarkjörs. Úr stjórn skyldu
ganga Einar B. Pálsson og Jótt Jónsson og báðust þeir báðir undan endurkjöri.
I stað þeirra voru kosnir þeir Gunnar Jónsson, dr. rer. nat. og Ólafur B. Guð-
mundsson, yfirlyljafræðingur.
Á lundinum urðu nokkrar umræður um útgáfu Náttúrufræðingsins m. a. um
það, hvort hann væri um ol vísindalegur og ekki nógu fjölbreyttur, og þar