Náttúrufræðingurinn - 1968, Qupperneq 132
240
NÁTTÚRUFRÆÐINGUR I NN
mcð ekki við almenningsliæfi. Sýndist sitt hverjum, en þó voru fleiri, sem töldu
ritið allsæmilegt. Einnig var brotið upp á þvi, livort félagið ætti að stuðla að
Jjví, að erindi, sem flutt eru á fræðslusamkomum, yrðu flutt í útvarp eða sjón-
varp, og liölluðust menn að því, að slíkt yrði reynt.
Nokkrar umræður urðu siðan um náttúruvernd, enda hafa Jjessi mál verið of-
arlega á baugi. Formaður ræddi nokkuð urn fyrirliugaða vegagerð rnilli Reykja-
hlíðar og Grímsstaða við Mývatn og taldi, að vegur Jjessi yrði mjög til lýta og
hefði truflandi áhrif á fuglalíf. Hann taldi, að Náttúruverndarráð hefði staðið
sig illa í Jjcssu máli, og að nauðsynlegt væri, að náttúruunnendur stuðluðu að
aukinni náttúruvernd. Hann lagði til, að fundurinn skoraði á skipulagsstjórn
að endurskoða áætlanir um lagningu vegarins. Næstur tók til máls Jón B. Sig-
urðsson (jg taldi, að félagið ætti að eiga frumkvæði í náttúruvernd. Hann ræddi
einnig fyrirhugaða smíði sumarbústaða í landi Gjábakka í Þingvallasveit og
taldi, að brotið væri á móti anda laga um Jjjóðgarð á Þingvöllum með Jjeim
framkvæmdum. Einnig benti hann á ýmsa galla á núgildandi löggjöf um nátt-
úruvernd. Að hans áliti er nauðsynlegt að upp rísi samtök, sem fræði almenning
um Jjcssí mál og veiti Náttúruverndarráði jafnframt aðhald. Hann taldi, að
Hið íslenzka náttúrufræðifélag gæti gegnt forustuhlutverki í þessum málum.
Árni Waag tók mjög í sama streng. Var síðan rætt nokkuð um Jjað, hvort stofna
skyldi sérstakt náttúruverndarfélag eða náttúruverndarnefnd innan H. í. N.
Kom fram tillaga um að vísa málinu til stjórnar félagsins og var hún samjjykkt.
Að lokum var eftirfarandi áskorun frá Jóni B. Sigurðssyni og íormanni borin
upp og samþykkt:
Aðalfundur Hins íslenzka náttúrufræðifélags, 25. febrúar 1967, skorar á
Skipulagsstjórn ríkisins að endurskoða áætlun um legu „kísilgúrvegarins" við
Mývatn, milli Reykjahlíðar og Grímsstaða, með Jjað fyrir augum, að gætt sé
náttúruverndarsjónarmiða betur en verið liefur.
Fundurinn telur einnig, að Þingvallanefnd hafi brugðizt hlutverki sinu með
úthlutun lóða undir sumarbústaði á þjóðgarðssvæðinu. Fundurinn telur, að
hlutverk nefndarinnar sé verndun Þingvalla, svo að Jjjóðgarðssvæðið verði
varðveitt og Jjví skilað ósnortnu í hendur komandi kynslóða.
Samkomur
Sex fræðslusamkomur voru lialdnar á árinu, fimm í I. kennslustofu og ein í
hátíðasal Háskólans, í lok mánaðanna janúar, febrúar, marz, apríl, október og
nóvember.
Á samkomunum voru að venju flutt erindi náttúrufræðilegs efnis og litgeisla-
myndir sýndar til skýringar. Á eftir erindunum urðu jafnan umræður. Á sam-
komurnar komu um 820 manns, fæstir voru fundarmenn 75 en flestir 175, cða
að meðaltali 137.
Fyrirlesarar og umræðuefni voru Jjessi:
Januar. Jakob Jakobsson: Síldarstofnar og síldveiðar.
Febrúar. Þorleifur Einarsson: Þættir frá Alaska og samanburður á jarðfræði
Tjörness og Beringslands.
Marz. Agnar Ingólfsson: íslenzkir mávar og fæðuöflun þeirra.
April. Guðmundur Kjartansson: Móbergsstapar og Surtsey.