Náttúrufræðingurinn - 1968, Qupperneq 134
242
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Þátttakendur voru 31. Fararstjóri var Einar B. Bálsson, en leiðbeinendur þeir
Ingimar Óskarsson og Bergþór Jóhannsson.
Fjórða fræðsluferðin var farin í Botnsdal sunnudaginn 28. ágúst. Ekið var
sem leið liggur um Hvalfjörð og hugað að ýmsurn jarðfræðilegum efnum í
leiðinni. í Botnsdal var fyrst litið á fornt jökulberg í gljúfri Litlu-Botnsár,
cn síðan gengið upp með Botnsá að sunnan og gljúfrið og fossinn Glymur skoð-
uð. Þá gengið að Hvalvatni og síðan niður með Botnsá að norðan. Auk þess
var iiugað að gróðri á leiðinni. Veður var milt. Þátttakendur voru 61. Farar-
stjóri var Þorleiíur Einarsson og leiðbeinendur auk hans Einar B. Pálssson og
Bergþór Jóhannsson.
í öllum ferðunum naut fclagið ágætrar þjónustu Guðmundar Jónassonar,
en hann lagði til bila í ferðirnar.
Útgáfustarfsemi
Ritstjóraskipti urðii við Náttúrufræðinginn. Með fjórða hefti 35. árgangs lét
dr. Sigurður Pétursson af ritstjórn, og liafði hann þá ritstýrt tímaritinu um
10 -Ara skeið. Við ritstjórn tók Örnólfur Thorlacius, menntaskólakennari. Af
tímaritinu kom út tvíhefti, 1,—2. hefti 1966 í desentber, og var það 96 síður.
Afgreiðslu Náttúrufræðingsins og útsendingu fundarboða annaðist Stefán
Stefánsson, bóksali, svo sem á undanförnum árum.
Verðlaun
Félagið veitti að venju verðlaun fyrir beztu úrlausn í náttúrufræði á lands-
prófi miðskóla. Að þessu sinni hlaut þau Sigurjón Páll fsaksson, nemandi i
Gagnfræðaskóla Austurbæjar.
Fjárhagur
Menntamálaráðuneytið veitti félaginu 35.000,00 kr. styrk til starfsemi sinnar
á árinu, og ber að geta þess með þökkum.
Reikningar félagsins og þeirra sjóða, sem eru í vörzlu þess, fara hér á eftir.
Reikningur Hins íslenzka náttúrufræðifélags, pr.. 31. desember 1966
G j ö 1 d :
1. Félagið:
a. Fundakostnaður ......................... kr. 12.239,10
b. Annar kostnaður ........................ — 1.420,75 kr.
2. Útgáfukostnaður Náttúrufræðingsins:
a. Til prentunar ........................................... —
3. Vörzlufé i árslok:
Gjöf Þ. Kjarval ............................................ —
Sjóður:
a. í sjóði ................................................. —
13.659,85
24.000,00
53.000,77
30.179,87
Kr. 120.840,49