Samvinnan - 01.03.1929, Síða 10
4
S A M V I N N A N
skipti með miklu fé öðru, allt óvátryggt sem þá var títt.
Eigi gafst Einar upp við það og byggði þriðja húsið,
engu óveglegra hinum fyrri. Stendur það hús enn að
nokkru eða öllu. Jarðabætur lét Einar gera miklar og
hlaut verðlaun fyrir. Hann kom og upp æðarvarpi í Nesi,
sem eigi hafði áður verið. Margt ritaði Einar um búskap
og sýnir það áhuga hans á búnaðinum, að fyrsta búskap-
arár sitt, 1853, ritaði hann fyrstu blaðagrein sína, í
Norðra, um stofnun alþjóðlegs búnaðarfélags á Is-
landi. Einar lét brátt til sín taka um almenn málefni og
fékk hann snemma orð á sig fyrir hyggindi sín, þekkingu
og dugnað. Varð hann því brátt settur til þess að gegna
ýmsum opinberum störfum. Hreppstjóii var hann um
hríð og sáttanefndarmaður rúm 20 ár. I sýslunefnd og
amtsráði átti hann sæti frá því er þær stofnanir komust
á og til dauðadags. Umboðsmaður Möðruvallaklausturs-
jarða eftir dauða Þorsteins Daníelssonar á Skipalóni.
Varaþingmaður Suður-Þingeyinga frá 1858 til 1874. Þá
varð hann þingmaður Eyfirðinga og sat hann á þingi fyr-
ir Eyjafjöi'ð tvö kjörtímabil, til 1886. Var hann þá felld-
ur fi'á kosningu. 1892 var Einar kjörinn þm. Suðui’-Þing-
eyinga og sat hann á þingi sumarið 1893, þá háif-sjötug-
ur, en eigi varð honum lengur þingsetu auðið, því að haim
andaðist þá um haustið, 19. októbei-.
Auk þess, sem nú var talið, lét Einar mjög til sín
taka ýms mál, er snei’tu héraðið. Hann var möi-g ár í
stjóm Gránufélagsins og að vísu einn hinn helzti hvata-
maður að stofnun þess. Hann var einn af stofnöndum Ey-
fii’zka ábyi’gðai’félagsins og um hi’íð í stjóm þess. Var
það fyrsta félag hér á landi í þeirri grein. Sjálfur hafði
Einar sldpaútveg til hákarlaveiða, sem þá var títt við
Eyjafjöi’ð. Þá stofnaði Einar búnaðai’félag Gi'ýtubakka-
hrepps og sparisjóð og veitti foi'stöðu alla tíð síðan, með-
an hans naut við.
Árið 1869 var Hið íslenzka þjóðvinafélag stofnað að
Ljósavatni, að foi'göngu þeiiTa Einars í Nesi og Tryggva
Gunnarssonar. Mun ekki ofgert að eigna Einari hinn