Samvinnan - 01.03.1929, Blaðsíða 43
SAMVINNAN
37
ur getur hún nú náð yfir heilt land og jafnvel alla jörð-
ina. Hver maður getur unnið í samræmi við meðfædda
hæfileika sína eða lærdóm, eftir þeim skilyrðum, sem að-
stæður og umhverfi leyfa. Menn geta unnið sífellt sama
starf og flutt sömu vöruna á markaðinn ár eftir ár. Eins
og síðar mun sýnt verða, er svo vel um hnútana búið,
að menn geta ævinlega skipt á sinni vöru og hverri ann-
ari, sem þeir þarfnast. Oft hefir verið bent á það, að
hundruð og jafnvel þúsundir manna hafi hjálpazt að því
sjálfrátt og ósjálfrátt, að vinna að því, sem hver og einn
af oss eyðir og notar á einum einasta degi1).
Viðskipti væri lítt framkvæmanleg, ef menn hefði
ekki fundið ýms tæki og hjálpargögn. Þau helztu eru
þessi:
1. Flutningatæki til þess að flytja vörur af
einum stað á annan og flýta og létta því starfi.
2. Samkomustaðir, svo nefndir m a r k a ð i r, þar
sem eigendur ýmissa vörutegunda mætast.
3. Kaupsýslumenn eða kaupmenn, sem eru
milliliðir framleiðanda og neytanda.
4. M á 1 og v o g, til þess að mæla og meta vörumar.
5. Verðmælir, peningarnir, sem gera það að
verkum, að kaup og saia getur fram farið í stað vöru-
skipta.
Vér munum nú athuga allt þetta nánar í næstu köfl-
um, en þó miklu ítarlegast hið síðasta og mikilvægasta,
þ. e. peningana.
*) Svo er frá sagt, að ameríski auðkýfingurinn og iðjuhöld-
urinn C a r n e g i e hafi sagt sér til hróss í stórveizlu, sem hann
hélt þingfulltrúum Ameríku 1890: ,.Allt að þvi öll lönd jarðar-
innar hafa lagt fram sinn skerf til máltíðar þeirrar, sem yður
er búin“. — En um það bil sama gæti hver fátæklingur sagt
um sínar máltiðir. E. de Laveleye hefir sagt, og það með
réttu: „Jafnvel fátækasti verkamaður hagnýtir afurðir þriggja
heimsálfna. Ullin i klæðum hans er frá Ástralíu, rísgrjónin í
graut hans frá Indlandi, mjölið í brauðinu hans frá Illinois,
olían i lampanum hans frá Pennsylvaníu, og kaffið frá Java..“.
Sjá ’Eléments d”Economie politique, bls. 198.