Samvinnan - 01.03.1929, Page 37
SAMVINNAN
31
múra borgarinnar, þar sem varan er unnin. Framleiðend-
ur og neytendur eru samborgarar og eiga kaup saman á
markaði sinnar eigin borgar. Smátt og smátt kemur þó
að því, að aðkomnir kaupmenn komast inn á markaðinn,
en það er ekki fyrr en eftir harða baráttu, og þeim eru
settir þröngir kostir1).
Á heimaiðnaðar-tímabilinu stækkar markaðurinn og
innanlandsviðskipti hef jast. Þá byrjar v e r z 1-
un, í þess orðs venjulegu merkingu. Menn hafa bent á,
að innanlandsviðskipti hefjast samtímis því, að stóru
nútímaríkin verða til; þá koma landamæravígi eða virki í
stað borgarvirkjanna gömlu. Þetta sýnir, að þróun við-
skipta, stjómarfars og hermála, hefir alls staðar orðið
samfara.
Á verksmiðju-tímabilinu víkkar enn markaðurinn;
þá byi'jai’ nýlenduverzlun, og þá verða til verzlunarfélög-
in miklu, t. d. Austur-Asíufélagið; á 17. öld voru þau fé-
lög mjög voldug.
Á véliðnaðar-tímabilinu (jámbrautartímunum) verð-
ur markaðurinn heimsmarkaður, í þess orðs fyllstu merk-
ingu. Viðskiptunum fleygir fram. Þau verða svo stór-
kostleg og umsvifamikil, að hagur Evrópuþjóðanna og
afkoma tekur stórkostlegum stakkaskiptum. Alþjóðavið-
skiptin eru eitt mesta vandamál nútímans.
J) Aðkomnum kaupmönnum voru venjulega settir þessir
kostir: 1. þeir urðu að greiða visst gjald. 2. þeir máttu ekki
selja almenningi í smásölu, heldur aðeins kaupmönnum borg-
arinnar. 3. þeir máttu aðeins selja á vissum tímum árs og viss-
um stöðum. (Sjá W. Ashley: Introduction to English
Economic History and Theory).