Samvinnan - 01.03.1929, Blaðsíða 57
SAMVINNAN
51
og rúmtak hafa menn neyðzt til að taka upp málseining-
ar af handa hófi. Hjá frumþjóðum eru mælingar oft af
handahófi. Sagt er, að rauðskinnar og „trappar" við Hud-
sonflóa hafi notað byssur sínar til þess að mæla skinnin,
hvort sem byssumar voru langar eða skammar. Þess
vegna hafa haldizt þar langskeptar byssur.
Frönsku vísindamennimir á tímum stjórnarbylting-
arinnar voru hreyknir af því, að hafa lagt ummál jarð-
ar til grundvallar lengdarmálskerfi sínu (metrinn er
i/40oooooo hluti úr ummáli jarðar). En eining þessi er ekki
nákvæm, því að menn geta ekki vitað ummál jarðar með
vissu, allra sízt þegar það er breytilegt. Menn hafa sann-
að, að metrinn er 2/i0ooo of stuttur. Betra hefði verið að
miða eininguna við sveiflulengd hengils á sekúndu á
breiddarstigi Parísarborgai', eða þá við bylgjulengd ljós-
geislans. En þetta skiptir ekki miklu máli. Lengdarein-
ing metramálsins er lengd platínustangar þeirrai', sem
viðurkennd var á alþjóðaþinginu 1889 og geymd er í skáp
nokkrum í Sévres, en þrjú ríki eiga lykil að skápnum. —
Enginn hugsar framar um ummál jarðar í sambandi við
metrann1).
Yfirburðir og vinsældir metrakerfisins eru ekki fólgn-
ir í því, að lengdareiningin sé svo vel valin, heldur á hinu,
að það fellur saman við tugakerfið, og það gerir allan
reikning miklu léttari.
Enginn veit, hver fyrstur hefir fundið tugakerfið.
Sjálfsagt hefir sá maður lært af því, að telja á fingrum
sér. En heppilegra hefði verið að velja tylftina en tuo-
inn til þess að miða við. Tugurinn er ekki deilanlegur
nema með 2 og 5, en tylftin með 2, 3, 4 og 6, og þær
tölur eru meðfærilegri og hagkvæmari í viðskiptum, bæði
um vörur og peninga. Þess vegna hafa sumar þjóðir
Árið 1875 var sett á stofn alþjóðaskrifstofa fvrir mál og
vog. Hún hefir umsjón með því, að mælitækjum sé haldið í
samræmi og óbrengluðum alls staðar. — Auk þess eru í öllum
löndum umsjónarmenn mælitækja og voga.
4