Samvinnan - 01.03.1929, Blaðsíða 20
14
S A M V I N N A N
En þrátt fyrir alla þá snild og réttmæti, sem felst 1
þessari sálfræðilegu skýringu á verðmynduninni, þá eru
tildrög hexmar í raun og veru ennþá flóknari en hér eir
gert ráð fyrir. Það er dagsatt, sem franski hagfræðing-
urinn Brouilhet segir, í ritgerð um verðlagið, að
verðmyndunin er háð velþóknun lýðsins og fer meira eft-
ir dutlungum hans en viturlegum reikningum hagfræð-
inganna.
II.
Lögmálið um framboð og' eftirspurn.
í öllum kennslubókum fi'jálslyndra hagfræðinga fyrr
á tímum var skýringin á verði og verðmæti mjög einföld
og greinileg. Menn sögðu, að verðið hækkaði og
lækkaði í réttu hlutfalli við eftirspurn,
en í öfugu hlutfalli við framboð.
Nú á tímum trúa menn ekki meira en svo á þessa
icennisetningu. Þótt eitthvað sé hæft í henni, er auðvelt
iið sýna fram á veilurnar.
1. Sé setningin athugað stærðfræðilega, kemur hún
í bága við reynsluna. Þótt framboðið vörumagn minnki
til h e 1 m i n g a, er alls ekki víst, að verðið t v c f a 1 d-
i s t aðeins. Ef kornbirgðir minnkuðu til helminga í lok-
meira. Kaupandinn býður aftur á móti 22 franka, en myndi
gjarna vilja komast að' betri kjörum. Báðum er því hentast að
bíða, þangað til þeir hafa myndað verðið, sem hægast fara í
sakirnar.
Sjá nánar um þetta efni: V. Böhm-Bawerk: Kapital
u n d k a p i t a 1 z i n s, 2. bindi, eða Introduction to the
Theory of Value eftir Smart. Á sænsku er til ítarleg
greinargerð um verðmvndunina í Förelásningar i nati-
onalekonomi I. hluta, eftir Wicksell.
jtessa kenningu má einnig sýna með línuriti og tölum. I
því sambandi má vísa til E c o n o m i e p o 1 i t i q u e eftir
Walras og rits Colsons, sem áður er vitnað í.