Samvinnan - 01.03.1929, Page 87
S A M V I N N A N
81
Reikningur (Sigfús Sigurhjartarson, cand. theol.) 4
stundir á viku í hvorri deild.
Félagsfræði (Jónas Jónsson, Hallgrímur Hallgrímsson
og Þorkell Jóhannesson) 3 stundir á viku í hvorri deild.
Samvinnusaga (Þorkell Jóhannesson og Gísli Guð-
mundsson, stud. mag.) 2 stundir í eldri deild og 1 stund
í yngri deild.
Verzlunarsaga Islands (Hallgrímur Hallgrímsson) 2
stundir á viku í eldri deild.
Skrift (Jón Bjamason) 2 stundir á viku í yngri deild.
Það, sem lesið var.
íslenzka. E1 d r i d e i 1 d: Hrafnkelssaga lesin öll og
skýrð. Síðara hluta vetrar var farið yfir all-mikinn hluta
af lestrarbók Sigurðar Nordals. Setningafræði eftir Frey-
stein Gunnarsson tvílesin. Islenzk málfræði eftir Halldór
Briem endurlesin. Ritgerðir og skriflegar æfingar einu
sinni í viku. Y n g r i d e i 1 d: Fyrra hluta vetrar voru
lesnar 2.—4. örk í Bókmenntaflokki í Lesarkasafni Jóns
Ófeigssonar. En síðan var lesin Egilssaga. Málfræði Iíall-
dórs Briem lesin og endurlesin. Skriflegar æfingar og rit-
gerðir einu sinni í viku.
Sænska. E 1 d r i d e i 1 d: Lesin Kennslubók í sænsku
eftir Pétur G. Guðmundsson og Gunnar Leijström. Rvík
1928, öll bókin; margar sögur endursagðar.
Enska. E 1 d r i d e i 1 d: Lesin Nicholas Nickleby, eft-
ir Ch. Dickens, öll bókin. Ennfremur: Pitsman’s Com-
mercial Con-espondance and Commercial English, bls.
18—22, 34—42; lesin 94 bréf á víð og dreif úr bókinni.
Y n g r i d e i 1 d: Enskunámsbók G. T. Zoega frá 31. kafla
og bókina út; bls. 160—190 endurlesnar. K. Brekke: Ny
engelsk Læsebog, 30 síður lesnar. Einn stíll á viku í báð-
um deildum. Ennfremur nokkrar endursagnir.
Danska. Y n g r i d e i 1 d: Lesin kennslubók í dönsku
eftir Jón Ófeigsson, 50 síður í II. hefti. Ennfremur: P.
Munch: Lærebog i Verdenshistorien IV. 90 bls. Einn stíll
á viku.
6