Samvinnan - 01.03.1929, Blaðsíða 25
SAMVINNAN
19
samt að framleiða nema að vissu marki, svo sem ýmsar
jarðarafurðir, sem hætta að veita arð, ef framleiðslan er
aukin úr hófi fram, — eða þá hins veg*ar þær vörur, sem
verða ódýrari í framleiðslu, því meira sem framleitt er af
þeim, svo sem er um flestar iðnvörur.
Á línuritinu eru báðar boglínurnar sýndar, sú, er
táknar eftirspum, og hin, sem táknar framboðið. Auð-
vitað hljóta þær að skerast. Og punkturinn, þar sem þær
gera það, sýnir einmitt hvenær framboð og eftirspum
mætast. Þá fara kaupin fram samstundis. Þessi punktur
er táknmynd þess, er framboð og eftirspum renna saman
í eitt. Á línuritinu er hann merktur með b, og sé nú dreg-
in lóðrétt lína frá honum og niður á láréttu línuna, sem
verðið er markað á, þá sýnir sú lína markaðsverðið. Það
er hér 2 kr.
En hvað er á þessu að græða? spyrja menn. Hverju
erum vér bættari? Getum vér séð á þessum línuritum,
hvenær brauð eða kaffi hækkar í verði? — Því miður
ekki. En samt er það nokkurs virði að geta sýnt það svart
á hvítu, skýrt og skilmerkilega, sem áður vakir óljóst og
ónákvæmt í hugum manna.
Hingað til höfum vér gert ráð fyrir nokkrum kaup-
öndum og nokkrum seljöndum; það er það, sem menn
nefna frjálsa samkeppni. En ef gert er ráð fyrir, að ein-
ungis sé einn kaupandi eða einn seljandi, þá breytist þetta
allt. Mjög er það sjaldgæft, að ekki sé um nema einn
kaupanda að ræða, en hitt er algengt, að seljandi sé einn,
og er það nefnt einkasala (á útlendu máli m o n o p o 1;
orðið er komið úr grísku, mónos = einn, polein =
að selja).
Hugsum oss nú, að seljandi sé aðeins einn, og förum
að eins og Cournot, sem rannsakaði lögmálið um verð-
myndun með einkasölu fyrir augum. Hugsum oss eiganda
að ölkeldu með mjög heilsusamlegu vatni. Álíta mætti,
að hann gæti verið einráður um verð vatnsins og engum
verðlögmálum háður. En svo er þó alls ekki. Setji hann
verðið t. d. 10 kr. á flösku, þá verður reynslan sú, að lítið
2*