Samvinnan - 01.03.1929, Page 59
Alþj óðasamvinna.
Eftir Albin Johansson, aðalframkvæmdastjóra
sambands sænskra samvinnufélaga, Stokkhólmi.
[Grein þessi birtist síðastliðið haust í „Review oí Internati-
onal Cooperation", sem er tímarit alþjóðasambands samvinnu-
manna, og er gefið út í London einu sinni á mánuði. Greinin
er, eins og annað í því timariti, rituð á enska tungu, en kemur
hér fyrir sjónir lesanda Samvinnunnar í íslenzkri þýðingu. Eins
og kunnugt er, gekk Samband íslenzkra samvinnufélaga í Al-
þjóðasambandið á síðastliðnu ári. Efni greinar þessarar er því
þegar af þeirri ástæðu mjög athyglisverð öllum íslenzkum sam-
vinnumönnum].
Það leikur ekki á tveim tungum, að ein meginskýr-
ingin á hinum hraða vexti og miklu útbreiðslu kaupfélaga
víðsvegar um heim er sú, að þau eru stofnuð með það eitt
fyrir augum, að vinna fyrir mennina, sem í þeim eru.
Þau eru stofnuð til þess að bæta úr aðkallandi þörf. Til-
gangur þeirra er ekki að neyta gróðabragða sér til hagn-
aðar, eða auðgast á kostnað annara. Árangurinn er sá, að
samvinnufélagsskapnum hefir ekki einungis tekizt að sigr-
ast á þeim örðugleikum, sem fyrirtæki með lýðræðis-
skipulagi allajafnan eiga við að striða, heldur hefir hon-
um einnig tekizt að ryðja sér til rúms við hlið fremstu
fyrirtækja í hinu sívaxandi viðskiftalífi veraldarinnar.
1 fámennum kaupfélögum innan héraða, þar sem fé-
lagsmenn hafa bein áhrif á stjóm félagsins og starfsemi,
sem eingöngu er í því fólgin að gera sameiginleg innkaup
fyrir þá og annast úthlutun ákveðinna vörutegunda, get-
ur hver og einn án fyrirhafnar sannfært sig um, að rekst-
urinn er fyrst og fremst miðaður við hag félagsmann-