Samvinnan - 01.03.1929, Síða 38
32
S AMVINNAN
II.
Kaup og sala.
Bein vöruskipti eru óhagkvæm og oft ógerlegt að
koma þeim við. Til þess er nauðsynlegt, að eigandi
vöru nái sambandi við annan mann, sem ósk-
ar eftir henni, og þar að auki þarf sá maður að
hafa þá vöru á boðstólum, sem hinn fyrra
v a n h a g a r u m. Og þegar þetta er komið í kring, er
það ennfremur óhjákvæmilegt, að vörurþær, sem
skipta skal á, sé jafnar að verðmæti.
Þessi óþægindi, sem vöruskiptum fylgja, hafa menn
losnað við með því að finna upp v e r ð m i ð i 1. Þegjandi
og hljóðalaust er gert ráð fyrir því, að menn taki þennan
verðmiðil gildan í skiptum fyrir aðrar vörur. Og þegar
samkomulag er um það fengið, ganga viðskiptin greið-
lega. Hafi menn valið sér silfur að verðmiðli, taka menn
það í skiptum fyrir hverja vöru sem er, sem þeir vilja
selja, enda þótt þeir hafi engin bein not a.f silfrinu. Og
hví þá það? Af því að menn vita, að þeir geta skipt því
aftur fyrir hverja þá vöru eða hvern þann hlut, sem
þeir þurfa á að halda. Og eigandi þeirrar vöru eða hlutar
lætur sér lynda að taka við því af sömu ástæðum.
Af þessu sést, að viðskiptin greinast sundur í tvær at-
hafnir. í stað þess að láta vöru mína A í skiptum fyrir
aðra vöru B, skipti eg vörunni A fyrir peninga, og síðar
læt eg þá peninga í skiptum fyrír vöruna B. Fyrri athöfn-
in er nefnd s a 1 a, en hin síðari k a u p (að minnsta kosti
þegar verðmiðillinn er venjuleg mynt). í fljótu bili sýn-
ist svo sem viðskiptin verði frekar flóknari en einfaldari
með þessu móti. En oft er betrí krókur en kelda, og með
þessari krókaleið losna menn við ótrúlega mikið mas og
erfiðleika. Örðugleikarnir við vöruskiptin eru, eins og
áður segir, í því fólgnir, að framleiðandinn verður að
finna annan, sem vill í fyrsta lagi eignast vöruna og í
öðru lagi hefir á boðstólum vöru þá í staðinn, sem fram-