Samvinnan - 01.03.1929, Blaðsíða 17
SAMVINNAN
11
í fljótu bragði getur þetta sýnzt rangt. Setjum svo,
að 10 menn vilji selja 10 poka af komi, og geri misháar
kröfur um verð. Gerum ennfremur ráð fyrir 10 kaupönd-
um, sem vilja greiða mismikið fyrir kornið, eftir því hve
brýn er þörf hvers eins. Hvers vegna myndast þá ekki
jafnmörg verð og þeir eru hvorir um sig, kaupendur og
seljendur, svo að sá, sem hæst býður, kaupi af þeim, sem
hæstar gerir verðkröfur, og kaupandinn, sem lægst býð-
ur, af þeim, sem ódýrastur er? Ástæðan er sú, að enginn
kaupandi greiðir hærra verð en nauðsyn krefur, hversu
annt sem honum er um kaupin. Á sama hátt mun enginn
seljandi láta vöru sína fyrir lægra verð en félagar hans,
hversu auðsveipur sem hann kann að vera í viðskiptum.
Þess vegna bíða allir eftir því, að markaðsverðið myndist.
Þetta sameiginlega markaðsverð1) er kallað gang-
v e r ð eða g e n g i. í verzlunartíðindum er gangverð
þetta skráð á öllum helztu vörutegundum, svo sem komi,
víni, steinkolum, baðmull, ull, kopar o. fl., sömuleiðis á
verðbréfum og ríkisskuldabréfum. Við þetta gangverð eru
öll viðskipti miðuð.
2. Þetta sameiginlega verð hlýtur að vera svo, a ð
framboðið vörumagn og eftirspurn
standist á endum.
Þetta getur ekki öðruvísi verið. Það stríðir á móti
heilbrigðri hugsun að gera ráð fyrir fleiri kompokum
seldum en keyptum.
En þetta samræmi verður ekki til af sjálfu sér.
Framboð og eftirspum vega salt til að byrja með, og
verðið hoppar upp og niður. Þá fyrst, er jafnvægi kemst á,
myndast markaðsverðið. Komsalarnir, sem áður vom
x) Markaður í þessum skilningi er ekki bundinn við
einstakan sölustað. Hann nær yfir svo stórt svæði sem kaup-
endur og seljendur geta náð saman á um kaupsamninga og
vöruflutninga, svo að myndazt getur sama verð á sams konar
vörutegund. þannig má segja, að kornmarkaður sé einn og
hinn sami í öllu Frakklandi, og allur heimurinn einn og hinn
sami gullmarkaður.